Alltaf í vinnunni: „Ætlast til þess að við hlaupum rosalega hratt“

Meiri­hluti kenn­ara op­in­beru há­skól­anna vinn­ur lang­ar vinnu­vik­ur, á kvöld­in, um helg­ar og í frí­um. Kenn­ur­um hef­ur fjölg­að mun hæg­ar en nem­end­um og rann­sókn­um með þeim af­leið­ing­um að kenn­ar­arn­ir þurfa að „hlaupa hrað­ar og hlaupa á end­an­um á vegg“, eins og einn pró­fess­or orð­ar það.

Alltaf í vinnunni: „Ætlast til þess að við hlaupum rosalega hratt“
Kári, Jens, Ragna og Sigrún hafa öll rannsakað kjör og líðan starfsfólks háskólanna með einum eða öðrum hætti. Mynd: Golli

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, tók símtalið frá blaðamanni í hádegishléinu sínu. Hún var með salat við höndina sem hún rétt náði að byrja á áður en síminn hringdi.

„Þetta er eini tíminn sem ég hef í dag,“ sagði Sigrún, létt í bragði þrátt fyrir allt. Staðan – að Sigrún sinni vinnu á tíma þar sem hún á í raun að vera í hléi – er lýsandi fyrir veruleika akademískra starfsmanna sem flestir vinna langar vinnuvikur og mikið utan vinnutíma – á kvöldin, um helgar, í fríum.

Nemendum opinberu háskólanna fjölgaði um rúm 8% og  rannsóknum um 37% frá árinu 2015 til ársins 2022 á meðan akademískum starfsmönnum fjölgaði mun minna – um 3,5%, samkvæmt niðurstöðum Kára Kristinssonar, prófessors við viðskiptafræðideild HÍ. Fleiri þættir – eins og aukin áhersla á símat, flóknari umsjónarkerfi og aukin krafa um rannsóknarvirkni og samfélagsþátttöku – hafa leitt …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár