Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, tók símtalið frá blaðamanni í hádegishléinu sínu. Hún var með salat við höndina sem hún rétt náði að byrja á áður en síminn hringdi.
„Þetta er eini tíminn sem ég hef í dag,“ sagði Sigrún, létt í bragði þrátt fyrir allt. Staðan – að Sigrún sinni vinnu á tíma þar sem hún á í raun að vera í hléi – er lýsandi fyrir veruleika akademískra starfsmanna sem flestir vinna langar vinnuvikur og mikið utan vinnutíma – á kvöldin, um helgar, í fríum.
Nemendum opinberu háskólanna fjölgaði um rúm 8% og rannsóknum um 37% frá árinu 2015 til ársins 2022 á meðan akademískum starfsmönnum fjölgaði mun minna – um 3,5%, samkvæmt niðurstöðum Kára Kristinssonar, prófessors við viðskiptafræðideild HÍ. Fleiri þættir – eins og aukin áhersla á símat, flóknari umsjónarkerfi og aukin krafa um rannsóknarvirkni og samfélagsþátttöku – hafa leitt …
Athugasemdir