Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alltaf í vinnunni: „Ætlast til þess að við hlaupum rosalega hratt“

Meiri­hluti kenn­ara op­in­beru há­skól­anna vinn­ur lang­ar vinnu­vik­ur, á kvöld­in, um helg­ar og í frí­um. Kenn­ur­um hef­ur fjölg­að mun hæg­ar en nem­end­um og rann­sókn­um með þeim af­leið­ing­um að kenn­ar­arn­ir þurfa að „hlaupa hrað­ar og hlaupa á end­an­um á vegg“, eins og einn pró­fess­or orð­ar það.

Alltaf í vinnunni: „Ætlast til þess að við hlaupum rosalega hratt“
Kári, Jens, Ragna og Sigrún hafa öll rannsakað kjör og líðan starfsfólks háskólanna með einum eða öðrum hætti. Mynd: Golli

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, tók símtalið frá blaðamanni í hádegishléinu sínu. Hún var með salat við höndina sem hún rétt náði að byrja á áður en síminn hringdi.

„Þetta er eini tíminn sem ég hef í dag,“ sagði Sigrún, létt í bragði þrátt fyrir allt. Staðan – að Sigrún sinni vinnu á tíma þar sem hún á í raun að vera í hléi – er lýsandi fyrir veruleika akademískra starfsmanna sem flestir vinna langar vinnuvikur og mikið utan vinnutíma – á kvöldin, um helgar, í fríum.

Nemendum opinberu háskólanna fjölgaði um rúm 8% og  rannsóknum um 37% frá árinu 2015 til ársins 2022 á meðan akademískum starfsmönnum fjölgaði mun minna – um 3,5%, samkvæmt niðurstöðum Kára Kristinssonar, prófessors við viðskiptafræðideild HÍ. Fleiri þættir – eins og aukin áhersla á símat, flóknari umsjónarkerfi og aukin krafa um rannsóknarvirkni og samfélagsþátttöku – hafa leitt …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár