Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Áfyrsta fjórðungi 21. aldar hafa Íslendingar orðið fyrir barðinu á ógnum sem áður töldust ólíklegar eða sjaldgæfar sviðsmyndir. Bankakerfið fór á hliðina, heimsfaraldur kostaði hundruð mannslífa samhliða takmörkunum á ferðafrelsi og eldgosahrina hófst í augsýn frá höfuðborginni. Aðrar og enn alvarlegri ógnir, sem söguleg fordæmi eru fyrir, eru nú vaxandi. Úttekt Heimildarinnar bendir til þess að Íslendingar séu sérstaklega vanbúnir til að mæta þeim.

Hernaðarógn er eitthvað sem Íslendingar hafa aldrei þurft að eiga sjálfir við í nútímasögu landsins. Síðasta ógnin af því tagi var seinni heimsstyrjöldin, sem snerti okkur á fremur vægan hátt og er heldur minnst sem gósentíðar og byrjun mikils uppbyggingarskeiðs í kjölfar hernámsins. Frá lokum styrjaldarinnar, í gegnum kalda stríðið og til dagsins í dag, höfum við svo fyrst og fremst lifað undir verndarvæng Bandaríkjanna. Sá hornsteinn í varnarstefnu Íslands gæti horfið fyrirvaralaust, þar sem sá frambjóðandi sem mælist líklegasti forseti Bandaríkjanna í kosningunum í nóvember hefur lýst því að NATO sé búið spil. Trump telur Bandaríkin „ekki skuldbundin til að verja Ísland ef til þess kæmi“, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, túlkar það í samtali við Heimildina. Okkar helstu bandalagsþjóðir utan Bandaríkjanna hafa samt ekki getu til að taka við varnarhlutverkinu. Baldur Þórhallsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja, segir að án stuðnings Bandaríkjanna séu Evrópa og Ísland berskjölduð: „Það koma skýrslur frá hverju ríkinu á fætur öðru í Evrópu sem segja: Herirnir okkar eru ekki tilbúnir í langtíma stríðsátök. Við myndum tapa stríði við Rússa, við myndum bara tapa því.“

Lítil meðvitund um ógnina

Undanfarna áratugi hefur lítil umræða átt sér stað um öryggis- og varnarmál á Íslandi, þar sem umræðunni og vörnunum sjálfum hefur verið úthýst til Bandaríkjanna. Fyrir Evrópu hefur ástandið frá seinna stríði verið áþekkt, þrátt fyrir að þar séu þjóðir jafnan ekki herlausar líkt og Íslendingar. Bandaríkin, sem burðarstoð NATO, hafa séð að mestu um öryggis- og varnarmál álfunnar í allt að þrjá aldarfjórðunga og sannarlega í auknum mæli frá lokum kalda stríðsins og hruni Sovétríkjanna, en þá varð sú hugsun ráðandi innan Evrópu að stríð á milli stórveldanna voru í raun talin heyra sögunni til. Yfirvöld í Evrópuríkjum drógu þá verulega úr útgjöldum til hernaðar- og varnarmála sinna og nutu þess sem kallað hefur verið arður friðarins (e. peace dividend). Gríðarlegar fjárhæðir losnuðu úr eyrnamerkingu til hergagnaframleiðslu og uppbyggingar og viðhalds varnarinnviða og var í staðinn varið í velferðarkerfi, innviði og aðrar slíkar fjárfestingar. Allt á meðan Bandaríkin stóðu vörðinn.

Nú blasa bæði við nýjar ógnir en einnig skert öryggisnet sem gæti að hluta horfið verði Donald Trump kjörinn forseti í nóvember. 

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Kristófersson skrifaði
    Það er mjög einföld lausn á þessu vandamáli og fleiri vandamálum. Íslendingar eiga að óska eftir að gerast ríki í Bandaríkjum Norður Ameríku. Ríki no. 51. Slík aðild myndi leysa hundruð vandamála sem íslendingar eru of heimskir til að leysa.
    0
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Staða okkar er skýr en dapurleg. Frá Rússlandi sækja að Evrópu öfl sem vilja ekki aðeins kæfa lýðræðisþróun í Úkraínu, heldur útrýma menningu hennar með öllu. Það hefði gríðarleg áhrif á framtíð Evrópu. Það fer hrollur um mann þegar rifjast upp orð þeirra sem nutu stríðsgróðans úr síðasta stríði og töluðu um "blessað stríðið". Slíkt tal gildir ekki lengur. Við þurfum að leggja að mörkum allt sem við mögulega getum.
    1
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Takk fyrir góða og ítarlega grein. Einu athugasemdir sem ég hef er samanburður á búnaði landhelgisgæslu okkar og landhelgis/strandgæslu Noregs og Finnlands. Í hinum löndunum eru þessar gæslur hluti sjóhers viðkomandi landi og vopnabúnaður í takt við það. Bara annað af okkar varðskipum er vopnað og það með úreltri byssu sem við fengum gefins.
    Þjóðarminni Íslendinga um hernám, um her sem gerir menn ríka og um erlenda dáta sem draumur er að dansa við, hefur gert Íslendinga algerlega blinda á varnamál. Hefðum við orðið fyrir hernámi Þjóðverja eða Sovétríkjanna á sínum tíma þá væru viðhorfin önnur og líkari því sem er á hinum norðurlöndunum. Það er náttúrulega hræsni að vera aðili að hernaðarbandalagi og vilja svo ekki taka neinn þátt í vörnum síns eigins land, hvorki í mannskap eða kostnaði. Helst höfum við viljað græða á öllu saman.
    6
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    Takk fyrir frábæra grein.
    4
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það eru margir Islendingar sem trua þvi en þann dag að Herlið USA hafi verið Varnarlið okkur i hag, þa var ekki svo Þetta var Bandarisk Herstöð Byggð með Hagdmuni Bandarikjana einna i huga. Allur Njosnabunaður i Herstöðinni var tengdur Bunaði USA Heima og fyririr Hlerunar Kapall
    a milli Islands og Grænlands Hleraði ferðir Kafbata þar Allur þessi Bunaður gaf Kananum 8 tima Forskot til undirbunings. USA var með Aætlun um að koma fyrir Kjarnorkusprengjum a Islandi an vitundar Islendinga þetta var 1955. Byggt var Hus fyrir Geimslu slikra vopna nærri Flugbraut a vellinum
    Sendiherra Bandarikjana i Reykjavik for gagngert til USA til að Afstyra að þessi aform næðu fram að ganga. Hann sagði Mönnum i Wasington að þetta væri Glapræði ef Islendingar kæmust að þessu færi altt i Hnut. Bandariskum her yrði Visað ur landi og Island færi ur NATO. Greinn er til um þetta mal a Googel. Honum tokst að blasa tetta af. USA for sömu leið a Grænlandi i TULE Kjarnorku vopn voru þar alla tið með vitneskju Dana en a Bakvið Heimastjorn Grælands. Utanrikisraðherra Danmerkur Sagði a þingi i Danmörku aðspurður ENGIN Kjarnorkuvopn eru i Herstöð USA i Tule a Grænlandi og hafa ekki verið og verða EKKI. i desember 1968 varð Flugslys við TULI Stödina Velin flutti Kjarnorkuvpn til Tuli. Það var uppistand a þingi Dana. Þetta var slys af ALVARLEGUM toga og menn sem komu að þessu hlutu Banvænan skaða ekki tokst að na öllum sprengum os sumar undir is þar enn. Varnarsamningur við USA fra 1951 er Tvihliða. LÖG NO 110 fra
    Alþingi 1951. Hann er aðgengilegur a Netinu. Þegar A reyndi 2006 Helt hann ekki Kaninn for Heim
    og Islendingar satu eftir með sart ennið. 18 ar eru fra Lokun Herstöðvar USA. Professor skrifaði Grein her nylega. Hann taldi Varnarsamning fra 1951 Onytt PLAGG
    Færeyjingar hafa ekki Hervernd og sofa ROLEGA. Aðild okkar að NATO dugar okkur
    Aras a EITT RIKI ER SEM ARAS A ÖLL RIKI NATO. USA eru með 2 Mjög storar Herstöðvar a BRETLANDI 1000 km fra okkur. Lika eru Norðmenn með Herstöðvar i Norður Noregi.
    4
  • Sigrún Jónsdóttir skrifaði
    Ein af hugmyndum Trumps þegar hann var forseti var að kaupa Grænland !! Hver skyldi hafa komið þeirri hugmynd inn hjá honum. Eg myndi giska a Pútín
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ef Putin vill fá ástæðu til að ráðast á annað ríki þá býr hann hana til. Þar hjálpar bara samstaða og öflugar varnir.
    Auðvitað er sorglegt að vita að fjárhæðum til varnarmála væru mun betur varið í eitthvert gagnlegt. En ekki ráðum við brengluðum hugsanagangi einhvers valdasjúks einstaklings.
    2
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Það eru hættulegir tímar og sorglegt að finna hversu sofandi íslenskir ráðamenn virðast vera og barnalega tryggir eiginhagsmunahugsun Bandaríkjanna. Það er gott að vera í samstarfi en við þurfum alltaf að hafa okkar eigin hagsmuni í forgrunni. Það virðist ekki vera núna og engar áætlanir virðast vera uppi um eflingu eigin varna og eigin innviða. Sorglegt. Bara Landhelgisgæslan og meðferðin á henni sýnir hversu blind við erum á eigin stöðu og það að blanda innanlands stjórnmálum í öryggismat landsins er birtingarmynd blindninnar. Netárásir allt í kring um okkur sýna svo ekki verði um villst að tímarnir eru válegir og að við verðum að tryggja okkar eigin líf og eigur í þessum heimi. Hvað gerum við ef virkjanir yrðu teknar út, eða orkuverin? Margar slíkar spurningar bíða svara. Vonandi eru einhverjir að vinna að svörum og síðan aðgerðum. Hvað liggja margir milljarðar í ógreiddu auðlindagjaldi vegna nýtingar sjávar eða í óinnheimtu leyfisgjaldi vegna laxeldis? Hvorutveggja sanngjarnt endurgjald að margra mati að auðlindum í eigu þjóðarinnar. Þetta vinnulag kostar !
    8
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    stríðsáróður í boði znato&co . . .
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár