Amber Christina Monroe kom hingað til lands árið 2017 sem ferðamaður frá Bandaríkjunum og kylliféll fyrir landi og þjóð. Það varð til þess að hún skráði sig í mastersnám við fiskeldis- og fiskalíffræðideild á Háskólanum á Hólum og þremur árum síðar, eða árið 2021, stofnaði hún fyrirtæki sitt Ísponica. Ísponica sameinar fiskeldi og grænmetisrækt með áhugaverðum hætti (e.aquaponic) og hefur fyrirtækið frá stofnun haft aðsetur á Hólum í gömlu fjósi en nú standa yfir flutningar og mun fyrirtækið færa sig yfir á Hofsós í gamla fiskiverksmiðju þar á næstu vikum.
Hjá Ísponica er ræktað svokallað örgrænmeti og æt blóm, auk þess sem planið er að rækta fisk til manneldis síðar meir. Amber segir að ekki séu aðrir að gera þetta hér á landi í þeim tilgangi að selja vörur á markað, þótt hún viti að einhverjir aðilar hafi gert tilraunir með þessa áhugaverðu aðferð. „Þessi samtvinnun, fiskeldið …
Athugasemdir (1)