Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Kom sem ferðamaður en ræktar nú æt blóm til manneldis

Fyr­ir­tæk­ið Ísponica var stofn­að fyr­ir þrem­ur ár­um af Am­ber Christ­ina Mon­roe. Hún kom fyrst til Ís­lands til að ferð­ast fyr­ir sjö ár­um en rækt­ar nú ör­græn­meti og æt blóm með úr­gangi úr fisk­um í gömlu fjósi.

Kom sem ferðamaður en ræktar nú æt blóm til manneldis
Mjög ungt grænmeti „Örgrænmeti er bara mjög ungt grænmeti í raun og veru. Ef þú ert til dæmis að rækta hefðbundið salat, þá ræktarðu það bara í tvær vikur og tekur það svo upp. Þá ertu kominn með svokallað örgrænmeti sem er fullt af vítamíni og næringarefnum,“ segir Amber. Mynd: ÚR VÖR

Amber Christina Monroe kom hingað til lands árið 2017 sem ferðamaður frá Bandaríkjunum og kylliféll fyrir landi og þjóð. Það varð til þess að hún skráði sig í mastersnám við fiskeldis- og fiskalíffræðideild á Háskólanum á Hólum og þremur árum síðar, eða árið 2021, stofnaði hún fyrirtæki sitt Ísponica. Ísponica sameinar fiskeldi og grænmetisrækt með áhugaverðum hætti (e.aquaponic) og hefur fyrirtækið frá stofnun haft aðsetur á Hólum í gömlu fjósi en nú standa yfir flutningar og mun fyrirtækið færa sig yfir á Hofsós í gamla fiskiverksmiðju þar á næstu vikum. 

Hjá Ísponica er ræktað svokallað örgrænmeti og æt blóm, auk þess sem planið er að rækta fisk til manneldis síðar meir. Amber segir að ekki séu aðrir að gera þetta hér á landi í þeim tilgangi að selja vörur á markað, þótt hún viti að einhverjir aðilar hafi gert tilraunir með þessa áhugaverðu aðferð. „Þessi samtvinnun, fiskeldið …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er ómetanlegt að fá svona áhugavert fólk og hugmyndir til landsins, áfram, áfram góða fólk.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár