Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tuttugu forstjórastólar kostuðu tvo milljarða í fyrra

Laun for­stjóra stórra fyr­ir­tækja á Ís­landi eru marg­falt hærri en laun flestra annarra á Ís­landi. Það er rök­stutt með því að störf­un­um fylgi mik­il ábyrgð og það eigi að end­ur­spegl­ast í góð­um launa­kjör­um. Þrátt fyr­ir að virði margra fé­laga í Kaup­höll hafi lækk­að á síð­ustu tveim­ur ár­um hafa laun for­stjóra hald­ið áfram að hækka og nýj­ar leið­ir til að bæta við þau hafa fall­ið til. Auk grunn­launa og greiðslna í líf­eyr­is­sjóð geta þau ver­ið sam­an­sett úr ár­ang­ur­s­tengd­um greiðsl­um, kaupauk­um, kauprétt­um og jafn­vel „keypt­um starfs­rétt­ind­um“. Þá kost­uðu gulln­ar fall­hlíf­ar fyr­ir brottrekna for­stjóra skráð fé­lög í Kaup­höll mörg hundruð millj­ón­ir króna á síð­asta ári.

Tuttugu forstjórastólar kostuðu tvo milljarða í fyrra

Árið 2023 var ekki gott á íslenskum hlutabréfamarkaði, heilt yfir. Fram í síðustu vikuna í nóvember leit út fyrir að það yrði afleitt. Um miðbik þess mánaðar hafði úrvalsvísitalan, sem mælir gengi þeirra félaga í Kauphöll Íslands sem eru með mestan seljanleika, lækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. Í maímánuði einum saman lækkaði úrvalsvísitalan til að mynda meira innan eins mánaðar en hún hafði gert í 14 ár. Þessi staða hafði mikil áhrif á sölu hlutdeildarskírteina hlutabréfasjóða, en innlausnir úr þeim voru átta milljörðum krónum umfram sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. 

Það stefndi í „bjarnarmarkað“ annað árið í röð, en slíkt er þegar verð á bréfum falla stöðugt yfir lengri tíma. Á árinu 2022 hafði heildarvísitala Kauphallarinnar lækkað um heil 17 prósent. Þar á undan höfðu komið tvo „nautamarkaðsár“, sem fela í …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elsa Þorbjörg Árnadóttir skrifaði
    Þvílík dusilmenni....
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúlegar tölur svo ekki sé meira sagt.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár