Árið 2023 var ekki gott á íslenskum hlutabréfamarkaði, heilt yfir. Fram í síðustu vikuna í nóvember leit út fyrir að það yrði afleitt. Um miðbik þess mánaðar hafði úrvalsvísitalan, sem mælir gengi þeirra félaga í Kauphöll Íslands sem eru með mestan seljanleika, lækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. Í maímánuði einum saman lækkaði úrvalsvísitalan til að mynda meira innan eins mánaðar en hún hafði gert í 14 ár. Þessi staða hafði mikil áhrif á sölu hlutdeildarskírteina hlutabréfasjóða, en innlausnir úr þeim voru átta milljörðum krónum umfram sölu á fyrstu níu mánuðum ársins.
Það stefndi í „bjarnarmarkað“ annað árið í röð, en slíkt er þegar verð á bréfum falla stöðugt yfir lengri tíma. Á árinu 2022 hafði heildarvísitala Kauphallarinnar lækkað um heil 17 prósent. Þar á undan höfðu komið tvo „nautamarkaðsár“, sem fela í …
Athugasemdir (2)