„Ég þekki orðið ansi vel þennan stóra og sístækkandi hóp skjólstæðinga Frú Ragnheiðar eftir að hafa starfað þar í átta ár. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og aðstandandi. Ég missti föður minn úr alkóhólisma síðasta haust og fyrir um mánuði reyndi bróðir minn að fyrirfara sér í Kringlunni. Hann notaði bæði brennivín og pillur, og var kominn á endastöð. Við í stjórn samtakanna erum öll reynsluboltar sem þekkjum þessi mál vel,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi úrræði á vegum Rauða krossins þar sem fólk í virkri neyslu fær aðstoð í nærumhverfi sínu, til að mynda vegna nálaskipta.
„Ég missti föður minn úr alkóhólisma síðasta haust og fyrir um mánuði reyndi bróðir minn að fyrirfara sér í Kringlunni“
SAOF voru stofnuð í lok nóvember á síðasta ári. Skömmu síðar stóðu samtökin fyrir mótmælum á Austurvelli „til að vekja stjórnvöld upp til …
Athugasemdir (4)