Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Sjúkdómur sem getur leitt til geðveiki, fangelsisvistar, heimilisleysi eða dauða“

Stjórn­ar­mað­ur í Sam­tök­um að­stand­enda og fíkni­sjúkra seg­ir tvo úr vina­hópi son­ar síns hafa lát­ist á þriggja mán­aða tíma­bili, 15 og 17 ára gaml­ir. Ekk­ert sér­hæft úr­ræði er hér á landi fyr­ir ungt fólk með vímu­efna­vanda. Tal­ið er að um hundrað manns lát­ist ár­lega af fíkni­sjúk­dómn­um ár­lega.

„Sjúkdómur sem getur leitt til geðveiki, fangelsisvistar, heimilisleysi eða dauða“
Rósir hinna látnu Rósirnar sem voru lagðar við Alþingishúsið, aðstandendur lögðu eina rós fyrir hvern einstakling sem hafði látist úr fíknisjúkdómnum.

„Ég þekki orðið ansi vel þennan stóra og sístækkandi hóp skjólstæðinga Frú Ragnheiðar eftir að hafa starfað þar í átta ár. Ég er sjálfur óvirkur alkóhólisti og aðstandandi. Ég missti föður minn úr alkóhólisma síðasta haust og fyrir um mánuði reyndi bróðir minn að fyrirfara sér í Kringlunni. Hann notaði bæði brennivín og pillur, og var kominn á endastöð. Við í stjórn samtakanna erum öll reynsluboltar sem þekkjum þessi mál vel,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF). Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi úrræði á vegum Rauða krossins þar sem fólk í virkri neyslu fær aðstoð í nærumhverfi sínu, til að mynda vegna nálaskipta.

„Ég missti föður minn úr alkóhólisma síðasta haust og fyrir um mánuði reyndi bróðir minn að fyrirfara sér í Kringlunni“
Þröstur Ólafsson

SAOF voru stofnuð í lok nóvember á síðasta ári. Skömmu síðar stóðu samtökin fyrir mótmælum á Austurvelli „til að vekja stjórnvöld upp til …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnhildur Erla Halldórsdóttir skrifaði
    Mjög mikilvægt að hjálpa þessu veika fólki og það er til skammar hvernig komið er fram við Árna Tómas.
    1
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    https://www.youtube.com/watch?v=o8uVSzVY8kQ
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Maður veltir fyrir sér breitingunni sem hefur orðið á vímuefnaneyslu landsmanna frá því að fíkniiðnaðurinn fór að setja upp heilaþvottarstöðvar (meðferðarstöðvar við alkavísinda alkhólisma) fyrir rúmum 40 árum en þá þekktist varla á íslandi að fólk sprautaði sig með eiturlyfjum kannski innanvið 10 manns sem höfðu komist upp á þetta liggjandi í rugli erlendis allt lagnt gengnir fíknisjúklingar. En nú 40 árum síðar skipta sjúklingarnir þúsundum með miklum dauðsföllum ungir líffæragjafar í meirihluta og alls ekki allir alkahólistar heldur drepnir með eiturlyfjum sem sett eru út í fíkniefnin sem notuð eru með vínininu á skemmtanalífinu. Getur verið að þetta sé ekki að virka nema fyrir bisnessin með dópið og líffæragjafana og vísindin á bakvið séu ekki rétt vegna þess að veltan er í fyrirrúmi og snýst allt um peninga. Take care of the bisness. því miður er búið að byggja upp heilmikla spillingu og glæpastarfsemi í kringum þennan heilaþvott og alkavísindi sem eru vafasöm í meira lagi og árangurinn eftir því. Tóku Guð úr myndinni og tróðu vafasömum vísindum í staðin criminal mind) Semsagt vantar vitið til að greina á milli í æðruleysisbæninni og áranguruinn eftir því. Þakka Guði fyrir að vera ekki alkahólisti þó auðvitað mikið sé búið að reyna að troða þessu bulli á mig
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Áhugaverð lesning
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár