Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri

Fram­kvæmda­stjóri Ol­íu­dreif­ing­ar seg­ir að fyr­ir­tæk­ið sé byrj­að að prófa sig áfram með auk­innni notk­un raf­bíla með það með­al ann­ars fyr­ir sjón­um að draga úr út­blæstri og minnka kol­efn­is­spor fé­lags­ins. „Eðli starf­semi“ fyr­ir­tæk­is­ins kalli á þá nálg­un. Um tíu pró­sent af þjón­ustu­bíla­flota fé­lags­ins eru raf­knún­ir.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri
Tankbílar Olíudreifingar eru enn sem komið er allir knúnir jarðefnaeldsneyti. Hins vegar eru nú um 10 prósent smærri þjónustubíla félagsins rafknúnir Mynd: Davíð Þór

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að fyrirtækið sé um þessar mundir að prófa sig áfram með því rafvæða þjónustubílaflotann sinn. Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir því rafknúnum sendibílum á vegum Olíudreifingar akandi um götur og stræti landsins.

Í samtali við Heimildina segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar að fyrirtækið sé að fikra áfram með að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti yfir í rafknúna bíla. 

Rétt eins og önnur fyrirtæki hér landi sé Olíudreifing að skoða hvernig rafbílar og sífellt fjölgandi framboð á þeim henti rekstri þeirra. Árni segist ekki vera með nákvæma tölu fjölda bíla sem fyrirtækið hefur tekið í gagnið.

„Við erum komin með nokkra en þeir eru ekkert orðnir rosalega margir. Þannig það er svona kannski tíu prósent af þjónustubílaflotanum, eitthvað svoleiðis,“ segir Árni. 

Ásamt því að kanna hvort rafbílar henti rekstri félagsins fellur verkefnið einnig að markmiðum fyrirtækisins um að minnka útblástur og kolefnisspor þess. „Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum,“ segir Árni. 

„Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum“
Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar

Félagið var stofnað árið 1996 og sér um dreifingu og birgðahald fljótandi eldsneytis ásamt sölu og þjónustu á eldsneytisbúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns á um 34 starfsstöðvum sem fyrirtækið rekur um allt land.

Olíudreifing rekur einnig mikinn fjölda tankbíla, dráttarbíla, vörubíla og ýmis konar aðra smærri bíla. Félagið á og rekur einnig tankskipið Keili sem siglir með olíu á helstu hafnir landsins. 

Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umhverfisvernd sé lykilatriði í rekstri félagsins. „Vegna eðlis starfsemi Olíudreifingar ehf eru umhverfis- og öryggismál samofin öllum þáttum starfsemi félagsins,“ segir á vefnum. „Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og mengunarvarnir eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.“

Verkferlar og lýsingar á þeim séu reglulega endurskoðaðir og uppfærðir til þess að uppfylla þá gildandi staðla hverju sinni. 

Enn sem komið hafa bílaframleiðendur ekki framleitt rafknúna tankbíla sem mega flytja hættulegan varning á milli staða og hafa svokallað ADR-vottun. Í samtali segir Árni þó að ef slíkir bílar verða framleiddir myndu stjórnendur fyrirtækisins eflaust skoða þann valmöguleika vel.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár