Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri

Fram­kvæmda­stjóri Ol­íu­dreif­ing­ar seg­ir að fyr­ir­tæk­ið sé byrj­að að prófa sig áfram með auk­innni notk­un raf­bíla með það með­al ann­ars fyr­ir sjón­um að draga úr út­blæstri og minnka kol­efn­is­spor fé­lags­ins. „Eðli starf­semi“ fyr­ir­tæk­is­ins kalli á þá nálg­un. Um tíu pró­sent af þjón­ustu­bíla­flota fé­lags­ins eru raf­knún­ir.

Olíudreifing keyrir á rafmagni – vilja draga úr útblæstri
Tankbílar Olíudreifingar eru enn sem komið er allir knúnir jarðefnaeldsneyti. Hins vegar eru nú um 10 prósent smærri þjónustubíla félagsins rafknúnir Mynd: Davíð Þór

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að fyrirtækið sé um þessar mundir að prófa sig áfram með því rafvæða þjónustubílaflotann sinn. Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir því rafknúnum sendibílum á vegum Olíudreifingar akandi um götur og stræti landsins.

Í samtali við Heimildina segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar að fyrirtækið sé að fikra áfram með að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti yfir í rafknúna bíla. 

Rétt eins og önnur fyrirtæki hér landi sé Olíudreifing að skoða hvernig rafbílar og sífellt fjölgandi framboð á þeim henti rekstri þeirra. Árni segist ekki vera með nákvæma tölu fjölda bíla sem fyrirtækið hefur tekið í gagnið.

„Við erum komin með nokkra en þeir eru ekkert orðnir rosalega margir. Þannig það er svona kannski tíu prósent af þjónustubílaflotanum, eitthvað svoleiðis,“ segir Árni. 

Ásamt því að kanna hvort rafbílar henti rekstri félagsins fellur verkefnið einnig að markmiðum fyrirtækisins um að minnka útblástur og kolefnisspor þess. „Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum,“ segir Árni. 

„Það er auðvitað bara vegferðin hjá okkur eins og hjá öðrum“
Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar

Félagið var stofnað árið 1996 og sér um dreifingu og birgðahald fljótandi eldsneytis ásamt sölu og þjónustu á eldsneytisbúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns á um 34 starfsstöðvum sem fyrirtækið rekur um allt land.

Olíudreifing rekur einnig mikinn fjölda tankbíla, dráttarbíla, vörubíla og ýmis konar aðra smærri bíla. Félagið á og rekur einnig tankskipið Keili sem siglir með olíu á helstu hafnir landsins. 

Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umhverfisvernd sé lykilatriði í rekstri félagsins. „Vegna eðlis starfsemi Olíudreifingar ehf eru umhverfis- og öryggismál samofin öllum þáttum starfsemi félagsins,“ segir á vefnum. „Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og mengunarvarnir eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.“

Verkferlar og lýsingar á þeim séu reglulega endurskoðaðir og uppfærðir til þess að uppfylla þá gildandi staðla hverju sinni. 

Enn sem komið hafa bílaframleiðendur ekki framleitt rafknúna tankbíla sem mega flytja hættulegan varning á milli staða og hafa svokallað ADR-vottun. Í samtali segir Árni þó að ef slíkir bílar verða framleiddir myndu stjórnendur fyrirtækisins eflaust skoða þann valmöguleika vel.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár