Precious Lorrence sat með 16 mánaða dóttur sína Söruh á hörðu gólfi flugvallar í Róm. Þær voru þyrstar og svangar. Sarah grét með ekka. „Gætir þú keypt fyrir okkur flugmiða til Íslands?“ spurði hún þau sem gengu hjá. Sumir létust ekki heyra í þeim eða brostu dauflega til mæðgnanna. Aðrir létu þær fá einn og einn seðil eða klink.
Tveimur dögum áður, þann 28. janúar, hafði mæðgunum og föður Söruh verið vísað frá Íslandi og til Ítalíu í lögreglufylgd. Þau höfðu fengið þriggja ára endurkomubann til Íslands þar sem þau höfðu neitað að fara frá landinu. Faðirinn yfirgaf mæðgurnar á vellinum. Ekki svo langt frá, annars staðar í Róm, leitaði kona Precious. Kona sem Precious óttaðist að gæti neytt hana aftur í vændi og jafnvel tekið Söruh af henni.
Precious var örvæntingarfull og hún sá sér enga undankomuleið nema þá að komast aftur til Íslands, eina landsins sem hún hafði …
Athugasemdir (5)