Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni

Lög­reglu­mað­ur­inn Sím­on Geir Geirs­son vinn­ur að for­varna­verk­efni þar sem hann spil­ar tölvu­leiki við ung­menni. Um er ræða spenn­andi tæki­færi til þess að hitta ung­menni á sín­um vett­vangi og sinna þar for­varn­a­starfi. Mark­mið­ið verk­efn­is­ins er að sporna gegn glæp­um og upp­lýsa ungt fólk um hætt­urn­ar sem geta leynst víða í sta­f­ræn­um heimi.

Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni
Símon spilar Eftir að hafa rætt við ungmenninn komst Símon að því að flest ungmennin spili Fortnite. Því varð sá leikur fyrir valinu og komust færri ungmenni að en langaði að spila með honum.

„Ég er ekkert sérstaklega góður í því að spila tölvuleiki en mér finnst það alveg gaman,“ segir samfélagslögreglumaðurinn og starfandi varðstjóri hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, Símon Geir Geirsson. Um þessar mundir vinnur hann að þróunarverkefni sem felst í því að spila tölvuleiki með ungmennum. Tilgangur verkefnisins er að tengjast ungmennunum á þeirra eigin vettvangi.

Verkefnið er á vegum ríkislögreglustjóra, en lögreglustjóri Símonar benti honum á verkefnið, því hann vissi að Símon hefur hjarta fyrir ungmennum. Hann hefur lagt mikla vinnu í forvarnastarfi með börnum í sínu umdæmi, meðal annars með fyrirlestrum í skólum og annars konar samstarfi við öll skólastigin í Vestmannaeyjum. 

Tilgangur verkefnisins

„Hugmyndafræðin er sú að ná til ungmenna á þeirra vettvangi, sem er þessi tölvuleikjavettvangur. Bæði til þess að sporna gegn glæpum, þannig að hægt sé að ná tengslum við einstaklinga áður en þeir fara mögulega út í glæpi, og eins að ná til einstaklinga og láta þá vita af því hvað getur verið hættulegt.“

Með því að nota þessa aðferð skapast öruggt rými fyrir krakkana sem þora þá frekar að spyrja spurninga. Oft virðist þau vanta einhvern fullorðinn sem þau geta spurt spurninga. Símon segir að þarna sé tækifæri til að upplýsa ungmennin um hætturnar á netinu og nefnir til dæmis kynferðisbrot sem eiga sér stað á vettvangi tölvuleikja. Börn sem hann hefur rætt við þekkja til slíkra mála. 

„Þau hafa kannski ekki tækin og tólin til að vita hvað þau eiga að gera. Þá er þetta einmitt frábær vettvangur þar sem þau geta sagt: „Heyrðu, Símon, það var einhver gaur að biðja mig um nektarmyndir, hvað á ég að gera? Má þetta eða hitt?“ Í leiðinni erum við að valdefla ungt fólk til þess að sporna gegn netglæpum.“

Með því að mynda tengsl við ungmenni vita þau að lögreglan sé ekki einhver Grýla sem þau þurfi að hræðast heldur vinur þeirra, útskýrir Símon. „Sumir vilja bara fá að vita hvort lögreglan sé mannleg.“

Ekki mikill tölvuleikjaspilari

Spurður hvort hann hafi spilað tölvuleiki áður en hann tók að sér þetta verkefni svarar Símon neitandi. Ekki að neinu ráði. „Ég er náttúrlega af þessari Nintendo kynslóð.“ Hann spilaði Mario Bros og var að alast upp þegar fyrsti Counter-Strike leikurinn kom út og Call of Duty. „Ég er ekkert sérstaklega góður í því að spila tölvuleiki en mér finnst það alveg gaman.“ Tilgangur verkefnisins sé ekki að hann verði góður í tölvuleikum.

Eftir að hafa rætt við ungmennin í Vestmannaeyjum komst Símon að því að þar spila þau áberandi mest Fortnite. Hann hafði ekki spilað þann leik af neinu viti áður en hann fór að spila með ungmennunum, en bjó til notanda þar sem krakkarnir gátu bætt honum við sem vin og Discord-þráð. 

„Það þægilega við þennan vettvang, eins og Discord, er að maður getur svolítið stýrt umræðunni. Ef það er eitthvað þar sem manni líkar ekki við, eins og ef það er verið að leggja einhvern í einelti eða sýna óæskilega hegðun, þá getur maður stoppað það. Ég get blokkað einstaklinginn eða bara leiðbeina honum og kennt.“

Færri komust að en vildu

Símon spilaði við ungmennin í tvo daga og komust mikið færri að en vildu. Voru það ekki eingöngu börn frá Vestmannaeyjum sem mættu heldur ungmenni alls staðar að af landinu sem kom Símoni á óvart. „Þau voru greinilega búin að frétta af þessu og langaði líka að mæta. Þá var áberandi oft spurt: Af hverju færðu ekki lögregluna í okkar umdæmi til að gera þetta?“

Ef Símon fengi að ráða myndi einn lögreglumaður í hverju umdæmi spila reglulega með ungmennunum. Hann segir að margt hafi komið upp út frá samtölum sem hann átti við krakkana. Þau hafi meðal annas rætt umferðarlög, almenn hegningarlög, hvað þarf að gera til að verða lögreglumaður og svo framvegis. Og svo var einn sem vildi vita hversu gamall hann þyrfti að vera til að komast á sjó.

Símon segist einnig hafa upplifað atvik sem hann þurfti að grípa inn í á meðan hann spilaði tölvuleiki við börnin. Var hann þá fljótur að spyrja: Er ekki allt í góðu? Eru ekki allir vinir? „Ég man að ég setti einu sinni inn athugasemd: „Bara svo að þið vitið það að á þessari spjallsíðu þá höfum við fallega orðræðu. Við tölum við hvert annað af virðingu. Ef þið fylgið því ekki eigið þið von á því að vera rekin út.“ Það vill enginn vera rekinn út. Það vilja allir fá að spila við lögregluna. Jafnvel þótt ég sé ekkert góður í þessum tölvuleik.“

Annar veruleiki

Spurður hvað hann hafi lært af þessu talaði Símon fyrst og fremst um kynslóðamuninn. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stór þessi tölvuleikjaveröld sé. „Ég vissi ekki að krakkarnir væru að eiga svona mikil samskipti á þessum miðli eins og raun ber vitni.“ Ungmenni hafi lýst þessu eins og tveimur ólíkum veruleikum. „Það er þessi raunheimur. Þar þarf maður að passa sig mjög mikið því maður þarf að vera kúl og passa hvernig maður er. Fólk getur dæmt mann mjög fljótt í raunheimum. En í tölvuleikjum er ekki eins mikið um fordóma. Þar getur maður verið svolítið maður sjálfur, sagði einn. Þetta stakk mig dálítið. Krakkarnir eru að leyfa sér meira í þessum heimi, leyfa sér að vera þau sjálf,“ segir Símon.

„Með því að gera þetta fær maður einhvern veginn að tengjast þeim á allt annan máta. Þegar þú hittir mann í lögreglubúningi þá sýnir þú kannski sparihegðun, en þarna ertu frekar þú sjálfur. Þú getur spurt og þorir að spyrja. Ég hef alveg upplifað það þegar ég held fyrirlestra í skólum að þá þora krakkarnir ekki að spyrja. Þá langar kannski að spyrja um eitthvað, en eru hræddir um álit hinna nemendanna. En þarna eru þau á sínum vettvangi. Þetta er þeirra raunveruleiki. Engin spurning er vitlaus, af því það eru örugglega allir að pæla í þessu nákvæmlega sama. Það vilja til dæmis allir fá að vita hvað þýðir að vera lögga.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár