Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni

Lög­reglu­mað­ur­inn Sím­on Geir Geirs­son vinn­ur að for­varna­verk­efni þar sem hann spil­ar tölvu­leiki við ung­menni. Um er ræða spenn­andi tæki­færi til þess að hitta ung­menni á sín­um vett­vangi og sinna þar for­varn­a­starfi. Mark­mið­ið verk­efn­is­ins er að sporna gegn glæp­um og upp­lýsa ungt fólk um hætt­urn­ar sem geta leynst víða í sta­f­ræn­um heimi.

Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni
Símon spilar Eftir að hafa rætt við ungmenninn komst Símon að því að flest ungmennin spili Fortnite. Því varð sá leikur fyrir valinu og komust færri ungmenni að en langaði að spila með honum.

„Ég er ekkert sérstaklega góður í því að spila tölvuleiki en mér finnst það alveg gaman,“ segir samfélagslögreglumaðurinn og starfandi varðstjóri hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, Símon Geir Geirsson. Um þessar mundir vinnur hann að þróunarverkefni sem felst í því að spila tölvuleiki með ungmennum. Tilgangur verkefnisins er að tengjast ungmennunum á þeirra eigin vettvangi.

Verkefnið er á vegum ríkislögreglustjóra, en lögreglustjóri Símonar benti honum á verkefnið, því hann vissi að Símon hefur hjarta fyrir ungmennum. Hann hefur lagt mikla vinnu í forvarnastarfi með börnum í sínu umdæmi, meðal annars með fyrirlestrum í skólum og annars konar samstarfi við öll skólastigin í Vestmannaeyjum. 

Tilgangur verkefnisins

„Hugmyndafræðin er sú að ná til ungmenna á þeirra vettvangi, sem er þessi tölvuleikjavettvangur. Bæði til þess að sporna gegn glæpum, þannig að hægt sé að ná tengslum við einstaklinga áður en þeir fara mögulega út í glæpi, og eins að ná til einstaklinga og láta þá vita af því hvað getur verið hættulegt.“

Með því að nota þessa aðferð skapast öruggt rými fyrir krakkana sem þora þá frekar að spyrja spurninga. Oft virðist þau vanta einhvern fullorðinn sem þau geta spurt spurninga. Símon segir að þarna sé tækifæri til að upplýsa ungmennin um hætturnar á netinu og nefnir til dæmis kynferðisbrot sem eiga sér stað á vettvangi tölvuleikja. Börn sem hann hefur rætt við þekkja til slíkra mála. 

„Þau hafa kannski ekki tækin og tólin til að vita hvað þau eiga að gera. Þá er þetta einmitt frábær vettvangur þar sem þau geta sagt: „Heyrðu, Símon, það var einhver gaur að biðja mig um nektarmyndir, hvað á ég að gera? Má þetta eða hitt?“ Í leiðinni erum við að valdefla ungt fólk til þess að sporna gegn netglæpum.“

Með því að mynda tengsl við ungmenni vita þau að lögreglan sé ekki einhver Grýla sem þau þurfi að hræðast heldur vinur þeirra, útskýrir Símon. „Sumir vilja bara fá að vita hvort lögreglan sé mannleg.“

Ekki mikill tölvuleikjaspilari

Spurður hvort hann hafi spilað tölvuleiki áður en hann tók að sér þetta verkefni svarar Símon neitandi. Ekki að neinu ráði. „Ég er náttúrlega af þessari Nintendo kynslóð.“ Hann spilaði Mario Bros og var að alast upp þegar fyrsti Counter-Strike leikurinn kom út og Call of Duty. „Ég er ekkert sérstaklega góður í því að spila tölvuleiki en mér finnst það alveg gaman.“ Tilgangur verkefnisins sé ekki að hann verði góður í tölvuleikum.

Eftir að hafa rætt við ungmennin í Vestmannaeyjum komst Símon að því að þar spila þau áberandi mest Fortnite. Hann hafði ekki spilað þann leik af neinu viti áður en hann fór að spila með ungmennunum, en bjó til notanda þar sem krakkarnir gátu bætt honum við sem vin og Discord-þráð. 

„Það þægilega við þennan vettvang, eins og Discord, er að maður getur svolítið stýrt umræðunni. Ef það er eitthvað þar sem manni líkar ekki við, eins og ef það er verið að leggja einhvern í einelti eða sýna óæskilega hegðun, þá getur maður stoppað það. Ég get blokkað einstaklinginn eða bara leiðbeina honum og kennt.“

Færri komust að en vildu

Símon spilaði við ungmennin í tvo daga og komust mikið færri að en vildu. Voru það ekki eingöngu börn frá Vestmannaeyjum sem mættu heldur ungmenni alls staðar að af landinu sem kom Símoni á óvart. „Þau voru greinilega búin að frétta af þessu og langaði líka að mæta. Þá var áberandi oft spurt: Af hverju færðu ekki lögregluna í okkar umdæmi til að gera þetta?“

Ef Símon fengi að ráða myndi einn lögreglumaður í hverju umdæmi spila reglulega með ungmennunum. Hann segir að margt hafi komið upp út frá samtölum sem hann átti við krakkana. Þau hafi meðal annas rætt umferðarlög, almenn hegningarlög, hvað þarf að gera til að verða lögreglumaður og svo framvegis. Og svo var einn sem vildi vita hversu gamall hann þyrfti að vera til að komast á sjó.

Símon segist einnig hafa upplifað atvik sem hann þurfti að grípa inn í á meðan hann spilaði tölvuleiki við börnin. Var hann þá fljótur að spyrja: Er ekki allt í góðu? Eru ekki allir vinir? „Ég man að ég setti einu sinni inn athugasemd: „Bara svo að þið vitið það að á þessari spjallsíðu þá höfum við fallega orðræðu. Við tölum við hvert annað af virðingu. Ef þið fylgið því ekki eigið þið von á því að vera rekin út.“ Það vill enginn vera rekinn út. Það vilja allir fá að spila við lögregluna. Jafnvel þótt ég sé ekkert góður í þessum tölvuleik.“

Annar veruleiki

Spurður hvað hann hafi lært af þessu talaði Símon fyrst og fremst um kynslóðamuninn. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stór þessi tölvuleikjaveröld sé. „Ég vissi ekki að krakkarnir væru að eiga svona mikil samskipti á þessum miðli eins og raun ber vitni.“ Ungmenni hafi lýst þessu eins og tveimur ólíkum veruleikum. „Það er þessi raunheimur. Þar þarf maður að passa sig mjög mikið því maður þarf að vera kúl og passa hvernig maður er. Fólk getur dæmt mann mjög fljótt í raunheimum. En í tölvuleikjum er ekki eins mikið um fordóma. Þar getur maður verið svolítið maður sjálfur, sagði einn. Þetta stakk mig dálítið. Krakkarnir eru að leyfa sér meira í þessum heimi, leyfa sér að vera þau sjálf,“ segir Símon.

„Með því að gera þetta fær maður einhvern veginn að tengjast þeim á allt annan máta. Þegar þú hittir mann í lögreglubúningi þá sýnir þú kannski sparihegðun, en þarna ertu frekar þú sjálfur. Þú getur spurt og þorir að spyrja. Ég hef alveg upplifað það þegar ég held fyrirlestra í skólum að þá þora krakkarnir ekki að spyrja. Þá langar kannski að spyrja um eitthvað, en eru hræddir um álit hinna nemendanna. En þarna eru þau á sínum vettvangi. Þetta er þeirra raunveruleiki. Engin spurning er vitlaus, af því það eru örugglega allir að pæla í þessu nákvæmlega sama. Það vilja til dæmis allir fá að vita hvað þýðir að vera lögga.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu