Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni

Lög­reglu­mað­ur­inn Sím­on Geir Geirs­son vinn­ur að for­varna­verk­efni þar sem hann spil­ar tölvu­leiki við ung­menni. Um er ræða spenn­andi tæki­færi til þess að hitta ung­menni á sín­um vett­vangi og sinna þar for­varn­a­starfi. Mark­mið­ið verk­efn­is­ins er að sporna gegn glæp­um og upp­lýsa ungt fólk um hætt­urn­ar sem geta leynst víða í sta­f­ræn­um heimi.

Lögreglumaður spilar tölvuleiki við ungmenni
Símon spilar Eftir að hafa rætt við ungmenninn komst Símon að því að flest ungmennin spili Fortnite. Því varð sá leikur fyrir valinu og komust færri ungmenni að en langaði að spila með honum.

„Ég er ekkert sérstaklega góður í því að spila tölvuleiki en mér finnst það alveg gaman,“ segir samfélagslögreglumaðurinn og starfandi varðstjóri hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, Símon Geir Geirsson. Um þessar mundir vinnur hann að þróunarverkefni sem felst í því að spila tölvuleiki með ungmennum. Tilgangur verkefnisins er að tengjast ungmennunum á þeirra eigin vettvangi.

Verkefnið er á vegum ríkislögreglustjóra, en lögreglustjóri Símonar benti honum á verkefnið, því hann vissi að Símon hefur hjarta fyrir ungmennum. Hann hefur lagt mikla vinnu í forvarnastarfi með börnum í sínu umdæmi, meðal annars með fyrirlestrum í skólum og annars konar samstarfi við öll skólastigin í Vestmannaeyjum. 

Tilgangur verkefnisins

„Hugmyndafræðin er sú að ná til ungmenna á þeirra vettvangi, sem er þessi tölvuleikjavettvangur. Bæði til þess að sporna gegn glæpum, þannig að hægt sé að ná tengslum við einstaklinga áður en þeir fara mögulega út í glæpi, og eins að ná til einstaklinga og láta þá vita af því hvað getur verið hættulegt.“

Með því að nota þessa aðferð skapast öruggt rými fyrir krakkana sem þora þá frekar að spyrja spurninga. Oft virðist þau vanta einhvern fullorðinn sem þau geta spurt spurninga. Símon segir að þarna sé tækifæri til að upplýsa ungmennin um hætturnar á netinu og nefnir til dæmis kynferðisbrot sem eiga sér stað á vettvangi tölvuleikja. Börn sem hann hefur rætt við þekkja til slíkra mála. 

„Þau hafa kannski ekki tækin og tólin til að vita hvað þau eiga að gera. Þá er þetta einmitt frábær vettvangur þar sem þau geta sagt: „Heyrðu, Símon, það var einhver gaur að biðja mig um nektarmyndir, hvað á ég að gera? Má þetta eða hitt?“ Í leiðinni erum við að valdefla ungt fólk til þess að sporna gegn netglæpum.“

Með því að mynda tengsl við ungmenni vita þau að lögreglan sé ekki einhver Grýla sem þau þurfi að hræðast heldur vinur þeirra, útskýrir Símon. „Sumir vilja bara fá að vita hvort lögreglan sé mannleg.“

Ekki mikill tölvuleikjaspilari

Spurður hvort hann hafi spilað tölvuleiki áður en hann tók að sér þetta verkefni svarar Símon neitandi. Ekki að neinu ráði. „Ég er náttúrlega af þessari Nintendo kynslóð.“ Hann spilaði Mario Bros og var að alast upp þegar fyrsti Counter-Strike leikurinn kom út og Call of Duty. „Ég er ekkert sérstaklega góður í því að spila tölvuleiki en mér finnst það alveg gaman.“ Tilgangur verkefnisins sé ekki að hann verði góður í tölvuleikum.

Eftir að hafa rætt við ungmennin í Vestmannaeyjum komst Símon að því að þar spila þau áberandi mest Fortnite. Hann hafði ekki spilað þann leik af neinu viti áður en hann fór að spila með ungmennunum, en bjó til notanda þar sem krakkarnir gátu bætt honum við sem vin og Discord-þráð. 

„Það þægilega við þennan vettvang, eins og Discord, er að maður getur svolítið stýrt umræðunni. Ef það er eitthvað þar sem manni líkar ekki við, eins og ef það er verið að leggja einhvern í einelti eða sýna óæskilega hegðun, þá getur maður stoppað það. Ég get blokkað einstaklinginn eða bara leiðbeina honum og kennt.“

Færri komust að en vildu

Símon spilaði við ungmennin í tvo daga og komust mikið færri að en vildu. Voru það ekki eingöngu börn frá Vestmannaeyjum sem mættu heldur ungmenni alls staðar að af landinu sem kom Símoni á óvart. „Þau voru greinilega búin að frétta af þessu og langaði líka að mæta. Þá var áberandi oft spurt: Af hverju færðu ekki lögregluna í okkar umdæmi til að gera þetta?“

Ef Símon fengi að ráða myndi einn lögreglumaður í hverju umdæmi spila reglulega með ungmennunum. Hann segir að margt hafi komið upp út frá samtölum sem hann átti við krakkana. Þau hafi meðal annas rætt umferðarlög, almenn hegningarlög, hvað þarf að gera til að verða lögreglumaður og svo framvegis. Og svo var einn sem vildi vita hversu gamall hann þyrfti að vera til að komast á sjó.

Símon segist einnig hafa upplifað atvik sem hann þurfti að grípa inn í á meðan hann spilaði tölvuleiki við börnin. Var hann þá fljótur að spyrja: Er ekki allt í góðu? Eru ekki allir vinir? „Ég man að ég setti einu sinni inn athugasemd: „Bara svo að þið vitið það að á þessari spjallsíðu þá höfum við fallega orðræðu. Við tölum við hvert annað af virðingu. Ef þið fylgið því ekki eigið þið von á því að vera rekin út.“ Það vill enginn vera rekinn út. Það vilja allir fá að spila við lögregluna. Jafnvel þótt ég sé ekkert góður í þessum tölvuleik.“

Annar veruleiki

Spurður hvað hann hafi lært af þessu talaði Símon fyrst og fremst um kynslóðamuninn. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stór þessi tölvuleikjaveröld sé. „Ég vissi ekki að krakkarnir væru að eiga svona mikil samskipti á þessum miðli eins og raun ber vitni.“ Ungmenni hafi lýst þessu eins og tveimur ólíkum veruleikum. „Það er þessi raunheimur. Þar þarf maður að passa sig mjög mikið því maður þarf að vera kúl og passa hvernig maður er. Fólk getur dæmt mann mjög fljótt í raunheimum. En í tölvuleikjum er ekki eins mikið um fordóma. Þar getur maður verið svolítið maður sjálfur, sagði einn. Þetta stakk mig dálítið. Krakkarnir eru að leyfa sér meira í þessum heimi, leyfa sér að vera þau sjálf,“ segir Símon.

„Með því að gera þetta fær maður einhvern veginn að tengjast þeim á allt annan máta. Þegar þú hittir mann í lögreglubúningi þá sýnir þú kannski sparihegðun, en þarna ertu frekar þú sjálfur. Þú getur spurt og þorir að spyrja. Ég hef alveg upplifað það þegar ég held fyrirlestra í skólum að þá þora krakkarnir ekki að spyrja. Þá langar kannski að spyrja um eitthvað, en eru hræddir um álit hinna nemendanna. En þarna eru þau á sínum vettvangi. Þetta er þeirra raunveruleiki. Engin spurning er vitlaus, af því það eru örugglega allir að pæla í þessu nákvæmlega sama. Það vilja til dæmis allir fá að vita hvað þýðir að vera lögga.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár