Karlmaður hrækti á eina þeirra í sundi, læknir reyndi að þröngva lyfjum við offitu upp á aðra þeirra, sú þriðja byrjaði í megrunum sex ára gömul eftir stríðni frá skólafélögum sínum. Allar hafa þær svelt líkama sinn á einhverjum tímapunkti – ekki vegna þess að þær þyrftu að léttast af heilsufarslegum ástæðum heldur vegna fordóma sem þær urðu fyrir á grundvelli holdafars – fordóma sem fengu þær til þess að reyna að minnka sjálfar sig.
Þær vita hvernig er að vera í stríði gegn líkama sínum og hugsa til þess mikla fjölda sem er í þeirri stöðu í dag. Þær hafa áhyggjur af því að það fjölgi í hópnum vegna þess sem þær sjá sem sjúkdómsvæðingu holdafars í íslensku heilbrigðiskerfi, sem birtist meðal annars í aukinni notkun lyfja við offitu – lyfja sem mælt er með til lífstíðar en hafa ekki farið í gegnum langtímarannsóknir.
Í dag er ein kvennanna, …
Það gerist bara í hverri helgi hjá mér að ég geng framhjá nammi hillunni í bónus með út rétta hönd og sópa í kerruna hjá mér. Það er bara svo ódýrt að maður hikar ekki við það. Maður er svo í eilífu stríði við erkióvininn... viktina.