„Fólk fer í efnaskiptaaðgerðir til dæmis í Tyrklandi, Ungverjalandi eða Póllandi. Það er ekki skráð sjálfkrafa hjá læknum eða yfirvöldum hér og því er ekkert eftirlit hér eftir aðgerðina,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, formaður Samtaka fólks með offitu, en hún er einnig forseti Evrópusamtaka fólks með offitu og ein stofnenda þeirra.
Hún segir að skurðaðgerðir vegna offitu séu aldrei hættulausar, þær geti verið flóknar og því gríðarlega mikilvægt að fylgst sé vel með sjúklingi eftir aðgerð. „Við hjá samtökunum höfum heyrt í fólki og séð magaspeglanir eftir aðgerðir sem framkvæmdar voru á þessum stöðum og þær hafa sumar verið vafasamar, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.“
Spurð hvað hún eigi við segir Sólveig: „Við höfum séð sannanir fyrir því, til að mynda eftir að magaspeglun var framkvæmd hér á Íslandi á manneskju sem fór í aðgerð í einu af þessum löndum, að þá kom í ljós að …
Athugasemdir