Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við íslenskir nemendur neitum því að Ísland verði samsekt í þjóðarmorði“

„Stjórn­völd eru ekki að gera neitt í þessu og þau eru þau einu sem geta gert eitt­hvað.“ Hóp­ur ís­lenskra nem­enda var sam­an kom­inn á Aust­ur­velli að mót­mæla upp úr klukk­an 11 í dag. Mót­mæl­in voru að mestu frið­sæl en lög­regl­an þurfti að hafa af­skipti af nokk­ur­um ung­menn­um sem tóku upp á því að kasta eggj­um í þing­hús­ið.

Skipulögðu krakkamótmælinHugmyndin af mótmælunum spratt upp hjá nokkrum nemendum í Hagaskóla þegar þau heimsóttu tjaldiðbúðirnar sem stóðu á Austurvelli í janúar.

„Íslensk stjórnvöld eru ekki að gera nóg til þess að aðstoða palestínsku þjóðina. Því erum við komin hérna í dag, íslenskir nemendur, til að styðja Palestínu og palestínskt fólk á Íslandi.“

Stór hópur nemenda úr skólum höfuðborgarsvæðisins var mættur á Austurvöll í dag til að mótmæla og styðja Palestínu. Nemendur í 8. bekk í Hagaskóla efndu til mótmælanna og héldu úti Instagram síðunni Skólaverkfall Palestínu.

Blaðamaður Heimildarinnar náði tali af skipuleggjendum fyrir utan Hagaskóla áður en gengið var af stað á Austurvöll. Hugmyndin að mótmælunum spratt upp þegar þau heimsóttu tjaldbúðir sem stóðu á Austurvelli í janúar. „Við erum að mótmæla þjóðarmorði í Palestínu.

Heimildin / Golli

Kröfur nemendanna eru fimm:

  1. Að íslensk stjórnvöld veiti flóttafólki frá Palestínu þá sameiningu sem búið er að samþykkja og sækja fjölskyldurnar út af Gasa og komi þeim heim til Íslands strax!
  2. Að Palestínskt fólk á flótta fái alþjóðlega vernd og brottvísunum verði hætt!
  3. Að Ísland taki afstöðu gegn þjóðarmorðinu sem Ísraelsher er að fremja á Gasa
  4. Að Palestínsku fólki sem er búið að vera að mótmæla á Austurvelli fái fund með dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands.
  5. Að Ísland geri allt sem það geti á alþjóðavettvangi til þess að þrýsta á vopnahlé og endalok hernámsins í Palestínu.
Vilja nýja ríkisstjórn straxNemendur hrópuðu „frjáls, frjáls Palestína.“

„Stjórnvöld! Hættið að brottvísa fólki á flótta undan þjóðarmorði úr landi. Sameinið fjölskyldurnar eins og um var samið. Takið afstöðu gegn þjóðarmorði og beitið ykkur fyrir vopnahlé og frjálsri Palestínu á alþjóðavettvangi. Við íslenskir nemendur neitum því að Ísland verði samsekt þjóðarmorði,“ sögðu nemendur Hagaskóla í ræðu á Austurvelli í dag.

Vill ekki að Ísland taki þátt í Eurovison

Ingólfur Haraldsson, nemandi í Tjarnaskóla, sagðist mótmæla „fyrir Palestínu. Það er ekki gott það sem er að gerast í Palestínu núna og við viljum alls ekki hafa þetta svona. Við viljum hafa frið. Þessi stjórnvöld eru ekki að gera neitt í þessu og þau eru einu sem geta gert eitthvað í þessu“.

Mótmælin að mestu friðsælEggjabakar gengu á milli mótmælenda.

„Þetta er bara þjóðarmorð og það er ekkert verið að gera í því,“ sagði Arnaldur Árnason, nemandi í Tjarnarskóla. „Þetta er bara mjög skrítið, til dæmis með Eurovision. Rússar mega ekki keppa en samt má Ísrael keppa. Þetta er viðbjóður. Ég skil ekki af hverju það er verið að leyfa svona“ Arnaldur vill ekki að Ísland taki þátt í Eurovision. „Mér finnst eins og það ætti að vera sama ástæða að Ísrael má ekki keppa eins og Rússland. Það er ekki gert neitt í þessu.“ 

Mótmælin voru að mestu friðsæl en lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkurum ungmennum sem tóku upp á því að kasta eggjum í þinghúsið. 

EggjakastNokkur ungmenni í hópi mótmælenda köstuðu eggjum í þinghúsið.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu