Bændur um gervallt Þýskaland og Frakkland mótmæla nú í hundruðum þúsunda tali með því að loka helstu vegum í báðum löndum með traktorum sínum meðal annars vegna afnám skattaafslátta. Mótmælin byrjuðu í Þýskalandi en hófust svo einnig í Frakklandi, að mestu af svipuðum ástæðum. Mótmælin ganga í berhögg gegn ráðandi stefnu í efnahags-, loftslags- og utanríkismálum þessara tveggja stærstu ríkja Evrópusambandsins. Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar með Evrópuþingskosningar sem eru framundan og vaxandi stuðning við öfgaflokka í báðum löndum. Bændur í Belgíu og Ítalíu hófu svo einnig mótmæli sín í vikunni, lokuðu helstu vegum víða og í Brussel sátu bændur um höfuðstöðvar Evrópusambandsins, á sama tíma og Evrópuráðið fundaði um aukna aðstoð við Úkraínu.
Mótmæli bænda með þessum hætti hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Hollenskir bændur lömuðu samgöngur í Hollandi árið 2019 mánuðum saman í mótmælum gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að skera niður losun niturs í landbúnaði og …
Athugasemdir