Í nýlegri grein á Der Spiegel.de má lesa að við afgreiðslu um þátttöku Ísraels hafi skipuleggjendur Eurovision boðað að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sé ópólitískur viðburður, þar sem almenningur á heimsvísu sameinist í gegnum tónlist. Þetta snúist um keppni fyrir félagsnet útvarpsstöðva – ekki um stjórnvöld. En greinarhöfundur setur spurningarmerki við það.
Ekki að ástæðulausu!
Greinin birtist þann 20. janúar síðastliðinn með fyrirsögninni: Norrænir listamenn krefja ESC um sniðgöngu Ísraels – skipuleggjendur vísa því frá.
Hún hefst á þessum orðum: Að Eurovision söngvakeppnin sé ópólitískur viðburður, líkt og stendur í reglunum, liggur í hlutarins eðli að sé lífslygi hinnar evrópsku tónlistarkeppni.
Í orðum greinarhöfundar gætir afdráttarleysis – en skyldu þau vera rétt?
Getur verið að pólitík sé alltaf velkomin í Eurovision svo lengi sem hún sé í takt við hagsmuni sameinaðrar Evrópu?
Hvernig ætti þá söngvakeppni allrar Evrópu að geta nokkurn tímann verið ópólitísk? Og hvað speglar hún?
Hvaða þýðingu …
Athugasemdir