Áhugafólk um flokkun hefur margt hvert horft öfundaraugum til Árbæjar síðustu ár en þar er tekið við málmi á öllum sjö grenndarstöðvum. Til samanburðar hefur aðeins verið tekið við málmi á einni grenndarstöð af níu í póstnúmeri 105 í Reykjavík, engri af þeim þremur sem eru í póstnúmeri 108 og einni af sex í Hafnarfirði öllum. En nú verður breyting á.
Ástæðan fyrir því að Árbær hefur skorið sig úr er tilraunaverkefni með sérsöfnun málms sem fór af stað hjá Reykjavíkurborg árið 2010. Í lok marsmánaðar má hins vegar reikna með að tekið verði við málmi á öllum grenndarstöðvum, og ekki bara það heldur verða líka settir upp gámar fyrir gler þar sem þá hefur vantað.
Málmar eru töluvert notaðir í matvælaumbúðir og fellur því þó nokkuð til af málmum á heimilum, til að mynda niðursuðudósir, krukkulok, sprittkertakoppa og tóm rjómasprautuhylki. Eftir breytingarnar þarf enginn að fara langa leið með …
Athugasemdir