Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík

Ár­ið byrj­ar með áföll­um í um­ferð­inni. Enn eitt bana­slys­ið varð í gær­kvöldi þeg­ar jeppi og drátt­ar­vél rák­ust sam­an vest­ur af Vík.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík
Sólheimasandur Bílslysið í gærkvöldi varð skammt vestur af Pétursey, sem liggur austan við Sólheimasand. Mynd: Wikipedia / Hyppolyte de Saint-Rambert

Einn var úrskurðaður látinn þar sem bílslys varð skammt vestur af Pétursey, milli Sólheimasands og Víkur í Mýrdal, um miðaftann, klukkan 18. Í slysinu rákust á jeppi og dráttarvél. 

„Aðrir slasaðir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Mikil hláka hafði verið þar sem slysið varð, en veghiti við frostmark og stinningskaldi úr vestri.

Óvenjumörg banaslys hafa orðið í umferðinni í janúarmánuði. Nú eru sex látnir í umferðinni innan eins mánaðar en allt árið í fyrra létust níu manns á þjóðvegunum.

Fyrir tveimur vikum lést ökumaður fólksbíls eftir að hafa lent í árekstri við flutningabíl sem kom úr andstæðri átt og rekist á annan flutningabíl í kjölfarið á þjóðvegi 1 skammt frá Hvalfjarðarvegi. Þann 12. janúar létust tveir í slysi á Hringveginum vestan við Skaftafell og 5. janúar lést tvennt á Grindavíkurvegi.

Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í mánuðinum sagðist Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, fjölda banaslysa vera einsdæmi. „Ég man alla vega ekki eftir að svo margir hafi látist svona snemma á árinu.“

Á þessari öld létust flestir í umferðinni árið 2000, eða 32. Í venjulegu árferði eru banaslys fátíðari á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Árin 2018 til 2022 létust sem samsvarar 2,78 af hverjum 100 þúsund íbúum í bílslysum hérlendis. Af evrópskum samanburðarlöndum létust eingöngu færri í Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár