Tíðræddur er uppgangur popúlískra stjórnmála á heimsvísu, stjórnmálastefnu sem byggir einna helst á aukinni útlendingaandúð í bland við þjóðernishyggju, vantrausti á elítustjórnmálum og í mörgum tilvikum efasemdum um gildi og gagnsemi lýðræðis, opinna samfélaga og fjölmenningar.
„Stóra myndin“, segir Elisabeth Ivarsflaten, prófessor í stjórnmálafræði við Bergenháskóla í Noregi, „er sú að Evrópa á síðustu öld hefur farið frá því að vera staður sem fólk vill flýja frá til að finna betra líf, eins og var gjarnan raunin fyrir hundrað árum, yfir í að verða staður sem fólk vill flytjast til“. Norðurlöndin hafi verið efst á slíkum mælikvörðum og gjarnan skilgreind sem „mannvænustu samfélög í heiminum“. Þessu hafi fylgt mikil aukning í innflutningi fólks af skiljanlegum ástæðum, en í flestum Evrópulöndum varð stefnan sögulega sú að „hreinlega loka landamærunum“ fyrir innflytjendum utan Evrópu. Innan Evrópu varð frjáls flutningur fólks að einum meginstoða Evrópusambandsins, en viðbrögðin við þessum tvennum tegundum innflytjenda hafa …
Athugasemdir