Bensínverð hækkaði um 3,2 krónur frá miðjum desembermánuði og fram á miðjan þennan mánuð og viðmiðunarverðið þá var 313,10 krónur á hvern seldan lítra. Stærsta ástæða þess er sú að sá hlutur sem fellur íslenska ríkinu í skaut vegna ýmissa gjalda hækkaði umtalsvert um síðustu áramót. Fyrir vikið fer 160,3 krónur af hverjum seldum lítra í ríkissjóð, eða 51,2 prósent. Ríkið hefur aldrei tekið jafnmargar krónur í sinn hlut af hverjum seldum bensínlítra, samkvæmt útreikningum Bensínvaktar Heimildarinnar.
Viðmiðunarverðið miðar við næstlægstu verðtölu hverju sinni til að forðast áhrif tímabundinnar verðsamkeppni á allra lægsta verð. Viðmiðunarverðið er þó með lægsta verði og sýnir þar með lægri hlut olíufélagsins en reikna má með að raunin sé meðaltalið af öllu seldu bensíni á landinu.
Hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra samanstendur af virðisaukaskatti, almennu og sérstöku bensíngjaldi og kolefnisgjaldi. Alls er virðisaukahlutfallið sem leggst á bensínlítrann 19,35 prósent, almenna bensíngjaldið hækkaði úr 32,6 …
Athugasemdir (1)