Fyrir tveimur árum setti Erla Guðmundsdóttir, íþróttafræðingur, íþróttakennari, heilsumarkþjálfi og ungbarnasundkennari með meiru, sér markmið að hreyfa sig daglega, allt árið. Það tókst næstum því, það vantaði tvo daga upp á. „Þannig 2. janúar 2023 var hreyfidagur númer 365 og ég var að fagna því og ætlaði bara að hafa þetta lítinn viðburð, þetta átti ekki að vera eitthvað risastórt en mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Erla, sem ákvað að fagna áfanganum með því að bjóða vinum og vandamönnum í Himnastigann; 207 þrepa tröppustíg sem liggur upp úr Kópavogsdal og upp á Digranesheiði með 52 metra hækkun.
„Ég bý rétt hjá Himnastiganum og hann er svo frábært tól, þetta er svo góð hreyfing og aðgengileg. Það geta allir farið á sínum hraða. Þú getur stoppað eins oft og þú vilt, skoðað útsýnið og haldið svo áfram.“ Erla bauð fólki að ganga með sér Himnastigann 365 sinnum, einn …
Athugasemdir