Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við virtan bandarískan háskóla, elítuskóla, eins og hann lýsir honum sjálfur í samtali við Heimildina. Í skólanum þar sem hann kennir, Williams College í Massachusetts, eru bæði nemendur og starfsfólk skólans hrætt. Samkvæmt Magnúsi einskorðast hræðslan ekki við hans skóla eða það fólk sem þar starfar heldur ríki ótti og spenna í bandarísku háskólasamfélagi, sérstaklega eftir að þrjár konur, þrír forsetar áberandi og virtra menningarstofnana, hafa setið undir árásum þingmanna, fjölmiðla, fjárfesta og almennings sem neyddi tvær þeirra til að segja upp störfum. Óvíst er hvort eða hvenær sú þriðja muni segja upp störfum, en það sem Magnús Þorkell veit fyrir víst er að afsögn þessara kvenna „mun draga dilk á eftir sér“ eins og hann orðar það.
Það var á öðrum degi nýs árs sem Claudine Gay tilkynnti að hún myndi segja starfi sínu …
Athugasemdir (1)