Stríð magna upp menningarátök
Rektorar þriggja virtra bandarískra háskóla sátu í fimm klukkustundir undir spurningum þingnefndar sem leiddi til afsagnar tveggja þeirra. Mynd: AFP
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Stríð magna upp menningarátök

Magnús Þorkell Bern­harðs­son, pró­fess­or í sögu Mið-Aust­ur­landa í Banda­ríkj­un­um, lýs­ir því hvernig menn­ingar­átök­in hafa stig­magn­ast þar í landi, sam­hliða stig­mögn­un stríðs­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs. Í Banda­ríkj­un­um snú­ast deil­urn­ar með­al ann­ars um að gagn­rýni á Ísra­el sé lögð að jöfnu við gyð­inga­hat­ur, eins og í Þýskalandi og víð­ar í Evr­ópu. Hér er um­ræð­an svip­uð, um að mót­mæl­in gegn stríðs­átök­un­um hafi geng­ið of langt þótt deil­an snú­ist helst um hvernig tek­ið sé á út­lend­inga­mál­um.

Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við virtan bandarískan háskóla, elítuskóla, eins og hann lýsir honum sjálfur í samtali við Heimildina. Í skólanum þar sem hann kennir, Williams College í Massachusetts, eru bæði nemendur og starfsfólk skólans hrætt. Samkvæmt Magnúsi einskorðast hræðslan ekki við hans skóla eða það fólk sem þar starfar heldur ríki ótti og spenna í bandarísku háskólasamfélagi, sérstaklega eftir að þrjár konur, þrír forsetar áberandi og virtra menningarstofnana, hafa setið undir árásum þingmanna, fjölmiðla, fjárfesta og almennings sem neyddi tvær þeirra til að segja upp störfum. Óvíst er hvort eða hvenær sú þriðja muni segja upp störfum, en það sem Magnús Þorkell veit fyrir víst er að afsögn þessara kvenna „mun draga dilk á eftir sér“ eins og hann orðar það.

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda

Það var á öðrum degi nýs árs sem Claudine Gay tilkynnti að hún myndi segja starfi sínu …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GE
    Gísli Einarsson skrifaði
    Mjög góð grein eins og vænta mátti þegar Magnús Þorkell á í hlut! Yfirburða þekking hans a sögu og menningu Mið-Austurlanda rennir ávallt góðum stoðum undir það sem hann segir! Magnús ólst upp á svæðinu og lærði Arabísku snemma. Fyrir alla sem vilja læra meira er bók hans “Mið-Austurlönd - Fortíð, Nútíð og Framtíð”: (Mál og Menning 2018), afburða góður grunnur að skilningi á flókinni stöðu mála. Gísli Einarsson
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu