Jörð hefur opnast, eldar risið og hraun flætt yfir byggð. Mannskæðar sprungur liggja undir bænum og þegar maður féll þar ofan í hófust björgunaraðgerðir sem eiga sér engin fordæmi hér á landi, en án árangurs. Reynt var að bjarga því sem bjargað varð, halda í bjartsýni og von, reisa varnargarða, fylla upp í sprungur með möl og malbiki og líma samfélagið aftur saman. En andspænis ægikrafti náttúrunnar megum við okkur lítils. Hér er náttúran við völd og engin leið að vita hverju von er á. Hér mætum við ógninni.
Á hamfarasvæði
Tilfinningin var undarleg í Grindavík á mánudag, þegar litlum hópi fjölmiðlafólks var hleypt inn á svæðið til að taka út aðstæður. Forvitni var með í för, löngun til að sjá aðstæður með berum augum og finna fyrir þeim. Hún vék þó fljótt fyrir djúpstæðri samkennd með þeim sem hér hafa alið manninn og kalla Grindavík sitt heima. Og sorg, …
Athugasemdir