Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Hraunstreymi úr sprungunni við Grindavík hefur stöðvast

Hraun­straum­ur kom í byggð í fyrsta sinn frá Vest­manna­eyjagos­inu 1973 í gær.

Hraunstreymi úr sprungunni við Grindavík hefur stöðvast
Hraun streymir í Efrahóp Sprungan sem opnaðist um 50 metrum frá nyrstu byggð í Grindavík hefur núna skilað hraunstreymi inn í byggðina. Mynd: Golli

Hraun streymir nú inn í húsgarð samsíða einbýlishúsinu að Efrahópi 19, nyrst í Grindavík. Þetta er í fyrsta sinn frá Vestmannaeyjagosinu árið 1973 sem hraun rennur inn í byggð á Íslandi. Eldur braust út í húsinu um leið og hraunið náði að því. Nú hefur einnig kviknað í húsinu að Efrahópi 16.

Heimildin hefur rætt við íbúa á svæðinu sem fylgjast með milli vonar og ótta. 

Fyrr í morgun ræddi Heimildin við Sigurbjörgu Vignisdóttur sem býr í næstu götu fyrir neðan sem lýsti því hversu sárt væri að fylgjast með þessu gerast í beinni útsendingu. Í raun skipti ekki máli hvaða hús færi undir, heldur gilti eitt fyrir alla. „Um leið og eitt hús fer þá hafa hörm­ung­arn­ar dun­ið á okk­ur öll­um.“ Fjölskyldan var öll samankomin og lýsti Sigurbjörg áfallinu. „Nú er ég bara dofin, hjartað er á fullu og ég kaldsvitna. Ég er að átta mig á því að bærinn er að fara undir hraun.“

Versta sviðsmyndin er að raungerast. Landið er flatt, straumurinn hægur. Hraunið getur runnið 100 metra á klukkustund. Óttast er að fleiri gosop getið opnast eftir sprungunni sem liggur eftir endilöngum bænum til suðsuðausturs.

Kort af svæðinuHrauntaumurinn heldur hægt áfram til suðurs.
Hraunið ryðst á húsEldur hefur brotist út í einbýlishúsi á Efrahópi 19.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Talandi um gjörsamlega VANHÆFA ríkisÓSTJÓRN!
    Milljörðum spreðað í að verja einkafyrirtæki.
    En EKKERT gert til að verja eigur einstaklingana!
    Því var ekki búið að staðsetja öflugar dælur við jaðar Grindavíkur ?
    Stutt í ískaldann sjóinn og reyna að stýra hraunfæðinu frá bænum, eins og gert var í Vestmannaeyjum á sínum tíma.
    Svo maður tali nú ekki um að rusla upp varnargörðum, eins og gert var fyrir einka fyrirtækin þeim að kostnaðarlausu.
    Og þjóðin látin borga brúsann fyrir auðrónana!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár