Af milljónunum sem flæddu frá Novo Nordisk – stærsta fyrirtækis Evrópu – inn í íslenskt heilbrigðiskerfi frá árinu 2020 til ársins 2022 fóru um 16,6 milljónir til heilbrigðisstarfsmanna. Tæplega 40 þeirra eru nafngreindir en á annan tug hafa haldið nafnleynd í gögnum sem Frumtök – samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi sem Novo Nordisk eru aðildarfyrirtæki að – birta í samræmi við siðareglur sínar.
Sumir þessara heilbrigðisstarfsmanna hafa skrifað upp á lyf sem Novo Nordisk framleiðir og eru í offitumeðferð – til að mynda Ozempic, Saxenda og Wegovy. Notkun slíkra lyfja hefur rokið upp hérlendis frá árinu 2019 þegar 1.700 manns fengu lyfinu ávísað með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Í fyrra var sá fjöldi kominn í rúmlega 8.000. Alls 4.000 manns til viðbótar taka lyfin án þess að uppfylla skilyrði greiðsluþátttöku. Kostnaður SÍ vegna lyfjanna hefur tólffaldast á síðastliðnum fimm árum, á sama tíma og hlutfall offitu meðal fullorðinna …
Athugasemdir (3)