Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að það komi til greina að semja um að fleiri aðgerðategundir, eins og til dæmis efnaskiptaaðgerðir við offitu, verði gerðar utan Landspítala – háskólasjúkrahúss og greiddar af íslenska ríkinu. Eina einkafyrirtækið sem gerir slíkar efnaskiptaaðgerðir, magaermar og hjáveituaðgerðir, er Klíníkin í Ármúla. Þetta kemur fram í svörum sem aðstoðarmaður Willums Þórs sendi til Heimildarinnar fyrir hans hönd.
Hann segir þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að útvista þessum aðgerðum en að það sé mögulegt. „Í tilvitnuðu viðtali [viðtali sem birtist í Læknablaðinu í nóvember] segir ráðherra að það kæmi til greina, að semja um kaup á lýðheilsutengdum aðgerðum. Þ.e.a.s. liðskiptaaðgerðir, aðgerðir á augasteinum, kvenaðgerðir og hryggaðgerðir og efnaskiptaaðgerðir. Sú ákvörðun liggur ekki fyrir en yrði tekin í góðu samráði og samtali við stjórnendur Landspítala“, segir í svörunum frá Willum Þór.
Samkvæmt heilbrigðisráðherra getur frekari útvistun á læknisaðgerðum til einkafyrirtækja aukið skilvirkni í kerfinu: …
Athugasemdir