Fýsilegra er talið að reisa mölunarverksmiðju þýska sementsrisans Heidelberg vestan við þéttbýlið í Þorlákshöfn, á athafnalóð á milli tveggja fiskeldisstöðva, fremur en á lóð sem fyrirtækið hafði áður fengið vilyrði fyrir í grennd við hafnarsvæðið í Þorlákshöfn, þrátt fyrir að á fyrrnefnda staðnum þurfi að byggja nýja hafnaraðstöðu frá grunni til að starfsemin gangi upp í þeirri mynd sem boðað hefur verið.
Viðræður standa yfir á milli Heidelberg og Sveitarfélagsins Ölfuss um þessa nýju höfn og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri að Ölfus hafi lýst yfir áhuga á því að eignast höfnina til lengri tíma litið, með eins konar „Spalar-módeli“ og vísar þá til þess hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg á Íslandi, segir við Heimildina að mjög gróflega megi áætla að höfn af þessari stærðargráðu kosti 8–12 milljarða króna í uppbyggingu. Það liggi hins vegar ekki fyrir fyrr en hönnunarferli verði lengra á veg komið. …
Ekki síst námuvinnslur og sementsverksmiðjur nota slíkt erlendis.
Lengstu flutningaleiðir eru tugir kílómetra (90 km sú lengsta í Svíþjóð), afköstin upp að 500 t á klst.
Fyrir wikipediu- uppslátt notið t.d. stikkorðin "material ropeway", "Linbanan Kristineberg-Boliden", "Funivie di Savona".