Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Áfram krakkar!

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir fór og sá leik­sýn­ingu um hina ástkæru Fíu­sól.

Áfram krakkar!
Kraftur í krökkunum í leikverkinu Fíusól. Mynd: b'Iris Dogg Einarsdottir'
Leikhús

Fía­sól gefst aldrei upp

Höfundur Kristín Helga Gunnarsdóttir
Leikstjórn Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Leikarar Hildur Kristín Kristjánsdóttir / Viktoría Dalitso Þráinsdóttir, Óttar Kjerulf Þorvaðarson / Auðunn Sölvi Hugason, Birna Pétursdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson / Jörundur Ragnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson / Halldór Gylfason, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sölvi Dýrfjörð, Auður Óttarsdóttir / Bríet Sóley Valgeirsdóttir, Vilhelm Neto, Oktavía Gunnarsdóttir / Rafney Birna Guðmundsdóttir, Stormur Björnsson / Hlynur Atli Harðarson, Gunnar Erik Snorrason / Sigurður Hilmar Brynjólfsson, Kolbrún Helga Friðriksdóttir / Þyrí Úlfsdóttir, Kristín Þórdís Guðjónsdóttir / Heiðrún Han Duong, Jakob Steinsen, Guðný Þórarinsdóttir / Rebecca Lív Biraghi og Guðmundur Brynjar Bergsson / Garðar Eyberg Arason

Leikgerð: Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlist og söngtextar: Bragi Valdimar Skúlason

Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Tónlistarstjórn og útsetningar: Karl Olgeirsson

Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

Leikmynd: Eva Signý Berger

Búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

Lýsing: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Borgarleikhúsið
Niðurstaða:

Alíslenskur og alúðlegur söngleikur fyrir alla aldurshópa.

Gefðu umsögn

Fíasól kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2004 í bókinni Fíasól í fínum málum. Tæplega tuttugu árum seinna er þessi kraftmikli karakter enn þá í fínustu málum enda gefst hún aldrei upp. Nú leiðir Fíasól áhorfendur inn í Borgarleikhúsið til að skemmta, mennta og njóta samverunnar.

Leikgerðin er í höndum Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur, sem er einnig leikstjóri, og byggir á höfundarverki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Bragi Valdimar Skúlason semur tónlistina og lagatextana. Í heildina heppnast sýningin með ágætum þar sem raunveruleiki og valdefling barna er sett fyrir sviðsmiðju. Fíasól er hugrökk og ákveðin en berst líka við óöryggi á meðan hún fetar sig áfram í veröldinni, ljómandi persóna fyrir ungt fólk og fullorðna til að spegla sig í og læra af.

Höfundum liggur mikið á hjarta

Skapari FíusólarKristín Helga Gunnarsdóttir er höfundur bókanna um Fíusól.

Höfundum liggur mikið á hjarta og að koma innra lífi barna til skila sem er virðingarvert: Tækjalausi dagurinn, Hjálparsveit barna, hrekkjavaka, hrekkjusvín, lyklabörn, stærðfræðipróf og dauði koma öll við sögu … Stundum verður skarkalinn svo mikill að sögurnar þvælast, þar má nefna amstrið í kringum tækjalausa daginn, sem er auðvitað stórt málefni en virðist eins og hugmynd sem var saumuð inn í sýninguna eftir á. Hæfileika Braga Valdimars sem texta- og tónlistarsmiðs þarf varla að kynna fyrir neinum. Hann á heiðurinn af ríflega tíu söngatriðum, laglega útsett af Karli Olgeirssyni, en þar stendur Draumaslóð hæst, þrátt fyrir að vera í rólegri kantinum.

Þórunn Arna kom eins og stormsveipur í hlutverki leikstjóra á síðasta ári með Emil í Kattholti í farteskinu. Hún er búin að finna sinn heimavöll á stóra sviðinu og fer metnaðarfullar leiðir til að gefa okkar yngstu leikurum pláss, leyfa þeim að njóta sín og undirstrika þeirra fjölbreyttu hæfileika, öllum á sinn hátt. Leikhópi barnanna er skipt í tvennt, þannig að sömu hóparnir vinna saman í hvert skipti. Fullorðnu leikararnir brúa síðan bilið sem myndar samfellu á milli sýninga.

Leikverkið um Fíusól. Kröftugir krakkar í leikverkinu um Fíusól.

Gleðiblandin ástríða og einlægni

Snúið er að ræða um frammistöðu einstaklinga sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu, sum börnin höfum við þó séð áður í stórum uppsetningum. Lykilatriðið er að hópurinn sem heild setur allan sinn kraft í hlutverkin, uppljómuð af gleðiblandinni ástríðu og einlægni sem er ekki hægt að falsa. Samvinnan er góð, söngatriðin smitandi og fremst í flokki stendur Fíasól (leikin af Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur í þetta skiptið) sem leiðir hersinguna af mikilli innlifun. Ungu leikararnir opna hjörtu sín fyrir áhorfendum, slík gjafmildi gleður og hrærir.

Leikmyndina hannar Eva Signý Berger, sem er óðum að verða einn helsti sviðsmyndahönnuður landsins þegar kemur að stórum uppsetningum. Fagurfræðin er blanda af litríkum ævintýraheim og bláköldum raunveruleikanum, skandinavísk heimilishönnun sem vettvangur óharðnaðs ímyndunarafls. En líkt og með leikgerðina þá eru hugmyndirnar nánast svo margar að leiksviðið teppist, plássið í hverri leikmynd fyrir sig er ekki ýkja mikið fyrir ærslagang eða orkumiklu dansa Valgerðar Rúnarsdóttur. Búningar Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur eru að sama skapi uppfullir af litagleði en endurspegla líka hversdagsleikann. Sköpunargleðin springur síðan út í hrekkjavökuatriðinu, hver búningur listaverk.

Birna Pétursdóttir hefur blómstrað síðustu misseri eftir að hún sló í gegn á Akureyri. Hún er skínandi dæmi um að stóru leikhúsin megi ekki einblína á eina menntastofnun þegar kemur að leikaravali. Birna ber með sér útgeislun, afslappaða nærveru í hlutverki Dúnu mömmu og hæfileika sem vonandi fá að vaxa enn frekar í fyllingu tímans. Sveinn Ólafur Gunnarsson er henni til halds og stuðnings í hlutverki Láka pabba, en mætti stundum stíga aðeins fastar til jarðar í túlkun sinni.

Ekki er auðvelt að vera barn, hvað þá unglingur. Rakel Ýr Stefánsdóttir og Sölvi Dýrfjörð leika unga parið sem er að pota sér saman undir smásjá fjölskyldunnar, foreldrarnir reyna að láta lítið fyrir því fara en yngri systurnar síður. Börn vita nefnilega meira heldur en hinir eldri vilja endilega viðurkenna eða sætta sig við. Bæði leysa þau hlutverkið vel af hendi, þá sérstaklega Rakel Ýr, sem er í bland tryllingslega pirruð yfir öllu en líka góð systir þegar þarf.

Kunna fag sitt upp á tíu

Sigrún Edda Björnsdóttir mætir með sína alkunnu hlýju og hæfileika inn á leiksviðið, hokin af reynslu að leika ömmur og eldri konur. Til hennar er yfirleitt leitað þegar slíkt hlutverk þarf að leysa enda má alltaf treysta á gæði í hæsta flokki þegar hún er annars vegar. Hún er söngvin og sérlunduð, smá óþolandi og sjarmerandi, algjörlega með hlutverkið í hendi sér. Bergur Þór Ingólfsson er frekar utangátta, kannski í takt við  hlutverkið, sem þarfnast aðeins meiri vinnu af hálfu höfunda. En eins og Sigrún Edda kann hann sitt fag upp á tíu.

Vilhelm Neto er í svipuðum sporum og Bergur Þór, þrátt fyrir að vera á öndverðum meiði hvað leikaraferilinn varðar, enda rétt að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu. Hann er í takmörkuðu hlutverki en nýtir tækifærið til hins ítrasta, sérstaklega í sínu stóra númeri og sýnir hvers hann er megnugur.

Fíasól gefst aldrei upp er falleg og grípandi sýning en stundum er of mikið í gangi, eins og höfundunum liggi svo mikið á hjarta. Þannig gleymist formið, afleiðingin er sú að sumar sögurnar missa marks. Fíasól býður upp á gleði og góðan boðskap, uppfull af mikilvægum skilaboðum og fínustu tónlist. Metnaðarfullur söngleikur þar sem börnin standa fremst og fyrst, þau bera sýninguna á herðum sér með örlítilli og örlátri hjálp hinna fullorðnu.  

Niðurstaða: Alíslenskur og alúðlegur söngleikur fyrir alla aldurshópa.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
10
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár