Breiðfylking stéttarfélaga stefnir á nýja þjóðarsátt – Stjórnvöld verða að leiðrétta tilfærslukerfin
Standa saman Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar - sambands iðnfélaga, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Breiðfylking stéttarfélaga stefnir á nýja þjóðarsátt – Stjórnvöld verða að leiðrétta tilfærslukerfin

Stærstu stétt­ar­fé­lög­in á al­menn­um mark­aði hafa náð sam­an um nálg­un á kom­andi kjara­samn­inga. Þau eru til­bú­in að sætt­ast á hóf­leg­ar krónu­tölu­hækk­an­ir á laun­um ef fyr­ir­tæki, stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög leggja sitt að mörk­um. Formað­ur Efl­ing­ar seg­ir að laga þurfi til­færslu­kerf­in með þeim hætti að þau fari aft­ur á þann stað sem þau voru ár­ið 2013.

„Íslensk heimili hafa of lengi verið föst í spennitreyju ofurvaxta og óðaverðbólgu, en hætta er á að kjarabætur sem náðst hafa fram í kjarasamningum síðustu ára brenni upp og verði að engu. Það hvernig tekst til við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eftir áramótin mun skera úr um þetta. Fulltrúar stærstu landssambanda og stéttarfélaga landsins skynja ákall samfélagsins um farsæla kjarasamningagerð og átta sig á fordæmisgefandi hlutverki kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði.“

Svona hefst sameiginleg tilkynning sem formenn VR, Eflingar, Starfsgreinasambands Íslands, Samiðnar og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hafa sent frá sér vegna komandi kjaraviðræðna. Þar segir að formennirnir, sem stýra félögum með samningsumboð fyrir 115 þúsund manns á almennum vinnumarkaði, hafi komið sér saman um grundvallarnálgun fyrir samningaviðræðurnar sem séu framundan. Um er að ræða 93 prósent alls launafólks sem er innan vébanda Alþýðusambands Íslands.  

Breiðfylkingin mun funda með Samtökum atvinnulífsins 28. desember næstkomandi þar sem gerð verður nánari grein fyrir því sem hún mun gera kröfu um í komandi kjaraviðræðum. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sem stjórnvöld þurfi að gera til þess að þessi nálgun geti gengið upp og það verði hægt að undirrita kjarasamninga hratt og örugglega og án átaka, sé að leiðrétta tilfærslu kerfin. „Það hefur verið unnin mikil og góð vinna á vettvangi hreyfingarinnar sem við byggjum á. Uppleggið er að tilfærslukerfin verði löguð með þeim hætti að þau fari aftur á þann stað sem þau voru árið 2013. Og jafnframt verður farið fram með kröfur um úrbætur í húsnæðismálum.“

Í sameiginlegu grundvallarnálgununinni felst að fyrirtæki, stjórnvöld og sveitarfélög „axli ábyrgð“ á afkomu heimilanna sem hefur versnað undanfarið vegna mikillar verðbólgu, sem mælist nú 7,7 prósent á ársgrundvelli, og hárra vaxta, en stýrivextir Seðlabanka Íslands eru sem stendur 9,25 prósent. Breiðfylkingin er tilbúin að leggja til hófsamar krónutöluhækkanir á launum gegn því að fyrirtæki, stjórnvöld og sveitarfélög undirgangist strangar forsendur um lækkun verðbólgu og vaxta, með það að markmiði að verja og auka kaupmátt launa meirihluta alls launafólks. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hefur nú lækkað í fimm ársfjórðunga í röð og munar þar langmestu um gríðarlega hækkun á vaxtagjöldum þeirra, en heimili landsins greiddu alls um 92 milljarða króna í vaxtagjöld á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er 32 milljörðum krónum meira en þau gerðu á sama tímabili í fyrra. Þau hafa því hækkað um 54 prósent á milli ára. 

„Það þarf að teikna upp trúverðugt plan“

Í tilkynningunni segir að nálgunin sem sátt hefur náðst um innan þorra stéttarfélaga á almennum markaði felist að stjórnvöld verði að  leiðrétta stórfellda rýrnun barnabóta, vaxtabóta og húsnæðisbóta síðustu áratugi. „Þessar skattfrjálsu bætur eru líflína margra heimila í landinu. Einnig verður að gera löngu tímabærar ráðstafanir til að tryggja öryggi leigjenda og koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn í heild sinni.“

Barátta framundanÁstráður Haraldsson ríkissáttarsemjari og hans fólk mun hafa það hlutverk að leiða ágreining Sólveigar Önnu Jónsdóttur og félaga hennar við fyrirtækin, og eftir atvikum aðra, í jörð á næstu dögum og vikum.

Félögin munu skipa sameiginlega samninganefnd, sem verður falið að leiða viðræður við stjórnvöld og SA um heildstæðan langtímasamning byggðan á þessari grundvallarnálgun.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að kröfurnar sem gerðar eru á stjórnvöld snúi að húsnæðismarkaðnum, húsnæðislánakerfinu, leigumarkaði og almennt um skort á húsnæði. Hann segist ekki geta nefnt neinar tölur en það sem búið sé að leggja mikla vinnu í sé að teikna upp kröfur sem snúa að því vaxtaumhverfi sem heimilin búa við og áhrif verðbólgu á þau. „Svona samningur snýst um það að það taki allir raunverulegan þátt í að ná niður verðbólgu og vaxtastigi, ekki bara verkalýðshreyfingin.“

Aðspurður um hvað hann leggi sérstaka áherslu á af þessum aðgerðum segir Ragnar húsnæðismál vera stærsta málið. „Það þarf að teikna upp trúverðugt plan sem muni raunverulega mæta þeirri gríðarlegu húsnæðisþörf sem er búin að byggjast upp síðustu áratugi.“

Bætur hafa rýrnað mikið síðasta áratug

Fyr­ir níu ár­um síð­an var tek­in ákvörð­un um að um­bylta hús­næð­is­bóta­kerfi Ís­lands. Vaxta­bóta­kerf­ið, sem studdi best við tekju­lægri hópa, var veikt veru­lega og í stað þess kom­ið á fyr­ir­komu­lagi skattaí­viln­ana til þeirra sem nota sér­eign­ar­sparn­að til að borga nið­ur íbúðalán. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið mat eft­ir­gjöf hins op­in­bera á tekj­um vegna þessa á um 50 millj­arða króna í fyrravor. Um 77 pró­sent þeirr­ar upp­hæð­ar hafði lent hjá þrem­ur efstu tekju­hóp­un­um. Um sjö pró­sent henn­ar hef­ur far­ið til þess helm­ings lands­manna sem hef­ur lægstu tekj­urn­ar.

Gera má ráð fyrir því að hækkun fasteignamats milli áranna 2023 og 2024 leiði til þess að greiðslur vegna vaxtabóta lækki um 350 milljónir króna á næsta ári, samkvæmt nýlegu svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Alls munu vaxtabætur 95 prósent þeirra sem fengu vaxtabætur árið 2022 lækka vegna þessa. Um er að ræða 12.500 eigendur fasteigna. Ástæðan er sú að vaxtabótakerfið inniheldur eigna- og tekjuskerðingarmörk. Þegar fasteignamat hækkar mikið, líkt og það hefur gert á undanförnum árum, þá fækkar hratt í hópi þeirra sem geta fengið vaxtabætur, en þar er fyrst og síðast um að ræða ungt fólk og lágtekjuhópa. 

Sama þróun hefur átt sér stað hvað varðar barnabætur. í nýlegu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að alls nutu 9.927 foreldrar óskertra barnabóta árið 2023 en tíu árum áður nutu 10.596 foreldrar óskertra barnabóta. Þar kom einnig fram að alls nutu 55.842 foreldrar barnabóta árið 2023 en tíu árum áður fengu alls 56.657 foreldrar greiddar barnabætur. Frá lokum árs 2013 og fram til loka september síðastliðins fjölgaði landsmönnum um rúmlega 62 þúsund, eða um 19 prósent. 

Ef engin skerðingarviðmið barnabóta væru í lögum eftir því hversu miklar tekjur eða eignir foreldrar hefðu á milli handanna fengju allir foreldrar barna að 18 ára aldri barnabætur. Alls eiga 85.921 foreldrar að minnsta kosti eitt barn undir 18 ára aldri í dag, Þeim hefur fjölgað um sex prósent frá árinu 2013. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár