Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Getið þið gert það fyrir mig að koma þeim alla vega í skjól?“

Fjög­urra barna palestínsk­ur fað­ir sem býr hér á landi sef­ur ekki vegna áhyggja af börn­um sín­um og eig­in­konu sem eru stödd á Gasa­svæð­inu. Út­lend­inga­stofn­un sam­þykkti að sam­eina fjöl­skyld­una fyr­ir mán­uði síð­an en enn búa börn­in á svæði þar sem hver dag­ur gæti orð­ið þeirra síð­asti.

Iman var gengin sex mánuði með barn sitt og Mahmouds Alsaiqali þegar faðirinn ákvað að fara úr landi til þess að reyna að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Iman hélt að þau yrðu aðskilin í mest eitt ár en nú, tæpum sex árum síðar býr hún enn með börnunum fjórum á Gasasvæðinu og Mahmoud er á Íslandi. 

„Ég hef aldrei séð annan sona minna,“ segir Mahmoud, sem er hér með stöðu flóttamanns, og hristir höfuðið. 

Hann verður klökkur þegar hann talar um börnin sín: Dæturnar Mai og Miar – 11 og 12 ára gamlar – og synina Abdalnasser og Mohammed – 9 og fimm ára. Miar langar að verða læknir og Mohammed dreymir um að læra að fljúga flugvél. Skólinn hennar Miar var sprengdur í loft upp nýlega.

„Konan mín hringdi í mig í gær og sagði að það væru sprengjur að falla allt í kringum þau. Í dag næ ég engu sambandi við fjölskyldu mína. Ég þjáist, ég er mjög hræddur og kvíðinn,“ segir Mahmoud.

Bara þriðjungur fjölskyldnanna kominn hingað

Útlendingastofnun samþykkti fjölskyldusameiningu fyrir Mahmoud, Iman og börnin fyrir rúmum mánuði síðan. Iman og börnin eru samt sem áður enn stödd við landamæri Egyptalands og Palestínu – Palestínumegin – og fá ekki að fara yfir til Egyptalands. Það eina sem þau vantar, telur Mahmoud, er að íslenska utanríkisráðuneytið komi nöfnum þeirra á lista hjá Rauða krossinum svo honum sé heimilt að flytja fjölskylduna yfir landamærin. 

Mahmoud er ekki einn í þessari stöðu. Heimildin hefur heyrt frá fleiri palestínskum feðrum sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu en bíða upp á von og óvon um það hvenær fjölskylda þeirra verði loksins flutt frá Gasa.

Á GasaHér sitja börn Mahmouds í rústum byggingar á Gasasvæðinu. Þau segjast í myndskeiðinu vilja fara frá Gasa eins hratt og hægt er til pabba síns á Íslandi, lands sem er öruggt.

 Í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að stofnunin hafi veitt rúmlega 150 Palestínumönnum dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar það sem af er ári, þar af um 100 frá því í október. 

„Langflest þessara leyfa hafa verið veitt aðstandendum palestínskra flóttamanna á Íslandi. Aðeins tæpur þriðjungur þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt fjölskyldusameiningarleyfi á árinu eru þó komnir til landsins,“ segir í svarinu.

FaðirinnMahmoud býr í lítilli kjallaraíbúð í Kópavogi. Þar inni eru meðal annars hjól fyrir alla fjölskylduna. Nú vantar bara fólkið sem ætlar að nota hjólin.

„Getið þið gert það fyrir mig að koma þeim alla vega í skjól?“ 

Umsóknir Palestínumanna um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar við aðstandendur sína á Íslandi hafa notið forgangs fram yfir umsóknir annarra útlendinga um fjölskyldusameiningarleyfi frá því upp úr miðjum október. Ekki þarf að sækja um eða óska eftir því að njóta þessa forgangs. 

 „Vegna átakanna er miklum erfiðleikum bundið að komast frá Palestínu þrátt fyrir að vera búin að fá veitt dvalarleyfi hér á landi,“ segir í svarinu. 

„Aðeins tæpur þriðjungur þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt fjölskyldusameiningarleyfi á árinu eru þó komnir til landsins“
úr svari Útlendingastofnunar

Mahmoud segist afar þakklátur Útlendingastofnun fyrir að hafa tekið umsókn hans um fjölskyldusameiningu hratt fyrir en hann biðlar til utanríkisráðuneytisins að taka síðasta skrefið, koma fjölskyldu hans frá Gasa.

„Ef það er mjög erfitt að koma þeim alla leið til Íslands strax, getið þið gert það fyrir mig að koma þeim alla vega í skjól, til dæmis til Egyptalands?“ spyr Mahmoud og beinir spurningu sinni til utanríkisráðherra. 

BörninMahmoud og Iman eiga fjögur börn á aldrinum fimm til tólf ára. Mahmoud hefur aldrei hitt yngsta son sinn, enda var móðir hans einungis gengin sex mánuði með hann þegar Mahmoud ákvað að reyna að sjá fyrir fjölskyldu sinni með því að leita betri tækifæra utan Gasa.

7.000 börn drepin og börn Mahmouds eru enn á Gasa

Átök Ísrael og Palestínu ná áratugi aftur í tímann og verður sögu þeirra átaka ekki gerð skil hér. En átökin færðust verulega í aukana 7. október síðastliðinn þegar Hamas samtökin palestínsku réðust á Ísrael. Ísraelsk stjórnvöld brugðust hart við, svo hart raunar að fleiri en 7.000 börn hafa látist á Gasasvæðinu síðan. Aldrei hafa jafn mörg börn verið drepin í stríði. Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafa 33 ísraelsk börn verið drepin í átökunum. 

Þó svo að Mahmoud, sem alinn er upp á Gasasvæðinu, hafi ítrekað séð hörð átök á Gasa áður þá var það mikið áfall fyrir hann að heyra fréttirnar þann 7. október 

„Ég var í áfalli. Þetta var mjög erfitt,“ segir Mahmoud. „Ég var mjög hissa, rétt eins og margir aðrir Palestínumenn og Ísraelar.“

Ár teygðist í fimm, jafnvel sex

Mahmoud lagði land undir fót þann 13. júní árið 2018. Þá var fjárhagsstaða fjölskyldunnar verulega slæm. Mahmoud starfaði sem leigubílstjóri og átti sinn eigin bíl en seldi hann til þess að eiga fyrir ferðinni úr landi. Það var þó ekki nóg til þess að koma allri fjölskyldunni út og taldi hann jafnframt að ferðalagið yrði þeim of hættulegt. 

Frá þungaðri eiginkonu sinni og þremur börnum fór Mahmoud til Tyrklands. Hann hafði aldrei áður farið út af Gasasvæðinu. 

„Eiginkona mín samþykkti að ég færi því við héldum að það myndi ekki taka nema eitt ár fyrir okkur að hittast aftur,“ segir Mahmoud.  

En það varð ekki raunin. Mahmoud var í Tyrklandi í tvo mánuði og fór svo með fjórtán flóttamönnum á litlum báti til Grikklands. Ferðin var erfið og hættuleg. 

Hann var eitt ár í Grikklandi en var sífellt að leita leiða út því þar gat hann ekki fengið það sem hann þráði heitast: Fjölskyldusameiningu. 

„Ég hefði frekar viljað fara aftur til Palestínu en að vera áfram í Grikklandi,“ segir Mahmoud. 

Í KópavogiMahmoud óskar þess að fjölskylda hans verði flutt til Íslands sem allra fyrst. Hver dagur skiptir máli þegar stríð geisar heima hjá þeim.

Keyptu íslenskan fána og sögðu pabba sínum að drífa sig í öryggið

Hann ferðaðist til Belgíu og sótti þar um hæli en fékk neitun og var gert að fara aftur til Grikklands. Þegar hann kom aftur þangað talaði hann við fjölskyldu sína í gegnum síma. 

„Reyndu að fara til Íslands,“ sagði Mai, elsta dóttirin, sem hafði fundið landið á netinu þegar hún leitaði að öruggasta landi heims. Eldri drengurinn hans veðraðist upp við uppgötvunina, öruggasta land heims var ekki nema í seilingarfjarlægð frá föður hans, og veifaði íslenska fánanum við hlið þess palestínska í símtölum til föðurins. 

„Hann keypti sér jakka og teiknaði á hann íslenska fánann,“ rifjar Mahmoud upp.

Mahmoud, eins og allir venjulegir feður, hlýddi elstu dóttur sinni. Hann kom hingað til lands sjötta nóvember 2021. Útlendingastofnun hafnaði honum fyrst um sinn þar sem hann var þegar kominn með leyfi til þess að vera í Grikklandi. Hann kærði úrskurðinn og Kærunefnd útlendingamála komst að niðurstöðu í byrjun árs um að hér ætti hann að fá að vera. Fimmta apríl á þessu ári sótti hann um fjölskyldusameiningu. Svarið barst 13. nóvember síðastliðinn. Sameina átti fjölskylduna. 

„Það skiptir ekki máli hvort það séu jól eða ramadan, ég get ekki verið glaður og tekið þátt í hátíðahöldum þegar ég er hér og börnin mín eru þar“
Mahmoud

Mahmoud segist hafa orðið virkilega hamingjusamur þegar hann heyrði fréttirnar en svo tók við biðin. Bið sem hefur ekki enn tekið enda.

„Hvert sem ég fer er mér sagt að þetta sé úr þeirra höndum, það sé bara utanríkisráðuneytið sem getur breytt þessu. Ég biðla til utanríkisráðherrans að gera eitthvað svo hægt sé að flytja fjölskylduna mína frá Gasa,“ segir Mahmoud. 

Fjölskyldan hans hefur mjög takmarkaðan aðgang að mat og drykkjarhæfu vatni. 

„Konan mín sagði mér í gær: „Við höfum ekkert að borða. Hvað get ég gert? Hvernig get ég fætt börnin okkar?““ 

Mahmoud ákveður að hringja í konuna sína þegar viðtalið er um það bil hálfnað. 

„Því miður er ekki hægt að ná í þetta númer,“ svarar sjálfvirkur símsvari. Mahmoud andvarpar. Slær inn símanúmer elstu dóttur sinnar. Sama sagan endurtekur sig. 

Eyðir deginum í að fylgjast með fréttum

Síðan átökin fóru að færast í aukana í byrjun október hefur Mahmoud varla getað hugsað um neitt nema fjölskylduna sína og það hvernig þau hafi það. 

„Nú sit ég hér með þér og veit ekkert um stöðuna hjá þeim,“ segir Mahmoud. „Ég eyði deginum í að fylgjast með fréttum af ástandinu eða reika um stefnulaust því ég hef ekkert án þeirra. Ég get ekki notið friðarins á Íslandi á meðan fjölskylda mín býr við stríðsástand.“ 

Mahmoud hafði áður mikinn áhuga á eldamennsku og bauð vinum sínum gjarnan í mat. En eftir að ástandið á Gasasvæðinu versnaði hefur hann varla borðað nokkuð nema skyndibita. 

„Hugsanir um það hvernig ég geti komið þeim burt af Gasasvæðinu hafa tekið yfir huga minn. Ég get ekki sofið og hef grennst mikið.“

Mahmoud var vanur að fara út með börnunum sínum og skoða jólaljósin og jólatrén á þessum árstíma þegar hann bjó með þeim á Gasa. En hann tekur ekki eftir slíkum skreytingum í dag. 

„Það skiptir ekki máli hvort það séu jól eða ramadan, ég get ekki verið glaður og tekið þátt í hátíðahöldum þegar ég er hér og börnin mín eru þar.“

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár