Í Grindavík hefur verið unnið að því að fylla upp í sprungur og starfsmenn á vegum bæjarins eru að reyna að átta sig á því hvar hættur gætu leynst, vegna jarðhræringanna sem skóku bæinn fyrir rúmum mánuði síðan. Þrátt fyrir að fólk megi nú dvelja á heimilum sínum í Grindavík frá morgni og fram á kvöld er varað við gönguferðum um bæinn.
„Mikilvægt er að íbúar og aðrir sem koma til Grindavíkurbæjar ferðist um á götum og gangstéttum og takmarki gangandi umferð sína eins og kostur er. Það er enn hreyfing á jörðinni, sprungur og holur geta opnast fyrirvaralaust,“ segir í nýlegri tilkynningu frá bænum.
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Grindavíkurbæjar, segir í samtali við Heimildina að unnið sé að því að yfirfara sprungur sem mynduðust í austurhluta bæjarins, austan við stóra misgengið sem reif gatnamótin í grennd við íþróttamiðstöðina í sundur. Einnig er verið að leita að …
Athugasemdir (1)