„Munið svo að anda ekki milli jóla og nýárs,“ sagði Sunna Karen Einarsdóttir, kórstjóri í Langholtskirkju, við kórstelpurnar í Gradualekórnum og Graduale Nobili á lokaæfingu fyrir 45. jólasöngva Kórs Langholtskirkju í vikunni. Blaðamaður Heimildarinnar og ljósmyndari litu við á æfingunni og fengu að upplifa eftirvæntinguna sem lá í loftinu. Jólaandinn er alltumlykjandi.
Það má að sjálfsögðu anda á milli jóla og nýárs, annað myndi enda illa, en Sunna Karen bað söngvarana vinsamlegast að anda ekki milli þessara orða í einu laganna sem er á efnisskránni á tónleikunum sem fram fara um helgina.
„Munið svo að anda ekki milli jóla og nýárs“
Sunna Karen er söngelsk félagsvera og stjórnar fimm af sex kórum Langholtskirkju, allt frá 3 ára byrjendum í Krúttakórnum til Graduale Nobili sem samanstendur af söngvurum á aldrinum 18–30 ára sem hafa stundað eða lokið tónlistarnámi. Þar á milli má finna Gradualekór Langholtskirkju …
Athugasemdir