Hvorugkynsorðið umhverfi er marglaga og margþætt, þrungið merkingum í fleirtölu og því lífrænt í sjálfu sér. Í orðinu rúmast fjórar skilgreiningar samkvæmt orðabók. Orðið umhverfi nær utan um nágrenni, landslag í nágrenni einhvers eða í kringum eitthvað en í því býr líka náttúrufyrirbæri í ljósi mannlegra athafna og verknaðar. Orðið umhverfi vísar þess vegna bæði til kringumstæðna eða aðstæðna manna en líka þeirra kringumstæðna og aðstæðna sem hann hefur sjálfur skapað sér.
Umhverfi á líka við í bókmenntafræðilegum skilningi og á þá við bæði andlegar og efnalegar aðstæður sögupersóna, þeirra innra og ytra líf en fjórða og síðasta skilgreining orðabókarinnar er varðar umhverfi vísar til raunvísinda, stærðfræðinnar og þar er umhverfi mengi þeirra punkta sem eru utan lokaðs ferils eða utan rúmmyndar. Innan orðsins rýmast því bæði hugvísindalegar og raunvísindalegar skilgreiningar, hvorug vísindin eiga orðið umhverfi, heldur deila þær því. Umhverfi í sínum víðasta skilningi vísar til alls þess sem …
Athugasemdir