Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Við erum komin mitt inn í einhverja framtíð sem við þekkjum ekki

Auð­ur Að­al­steins­dótt­ir, doktor í bók­mennta­fræði, skoð­ar í ný­út­komnu fræði­riti hvernig bók­mennt­ir og list­ir á Ís­landi eru að tak­ast á við stærsta mál okk­ar sam­tíma og fram­tíð­ar: Ham­fara­hlýn­un. Hún seg­ir mann­kyn­ið nú þeg­ar statt mitt inn í fram­tíð sem það þekk­ir ekki og sam­tíð sem það vill kannski ekki horf­ast í augu við. Hug­vís­ind­in, eða um­hverf­is­hug­vís­ind­in öllu held­ur, seg­ir hún mik­il­væg­an hlekk í bar­átt­unni við loft­lags­vána og að fram­tíð­in megi ekki við þeim nið­ur­skurði sem boð­að­ur er í Rann­sókn­ar­sjóði.

Við erum komin mitt inn í einhverja framtíð sem við þekkjum ekki
Auður notar þekkingu annars staðar frá, og sína eigin, til að setja menningu og listir á Íslandi í hnattrænt samhengi, á sama tíma og hún skoðar hvað sé séríslenskt við þær. Mynd: Hörður Sveinsson Mynd: Hordur Sveinsson

Hvorugkynsorðið umhverfi er marglaga og margþætt, þrungið merkingum í fleirtölu og því lífrænt í sjálfu sér. Í orðinu rúmast fjórar skilgreiningar samkvæmt orðabók. Orðið umhverfi nær utan um nágrenni, landslag í nágrenni einhvers eða í kringum eitthvað en í því býr líka náttúrufyrirbæri í ljósi mannlegra athafna og verknaðar. Orðið umhverfi vísar þess vegna bæði til kringumstæðna eða aðstæðna manna en líka þeirra kringumstæðna og aðstæðna sem hann hefur sjálfur skapað sér.

Umhverfi á líka við í bókmenntafræðilegum skilningi og á þá við bæði andlegar og efnalegar aðstæður sögupersóna, þeirra innra og ytra líf en fjórða og síðasta skilgreining orðabókarinnar er varðar umhverfi vísar til raunvísinda, stærðfræðinnar og þar er umhverfi mengi þeirra punkta sem eru utan lokaðs ferils eða utan rúmmyndar. Innan orðsins rýmast því bæði hugvísindalegar og raunvísindalegar skilgreiningar, hvorug vísindin eiga orðið umhverfi, heldur deila þær því. Umhverfi í sínum víðasta skilningi vísar til alls þess sem …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár