Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Við viljum fangelsi sem gera fólk betra, ekki verra“

Ís­land er „gleymda barn­ið í nor­rænni af­brota­fræði“ að mati hol­lenska af­brota­fræð­ings­ins Franc­is Pakes. Fang­elsi, refs­ing­ar og strokufang­ar eru hans sér­svið en fang­els­is­mál á Ís­landi eru hon­um einnig hug­leik­in. Fyr­ir nokkr­um ár­um fékk hann draum sinn upp­fyllt­an: Að afplána í ís­lensku fang­elsi.

„Fyrir einhvern sem hefur áhuga á fangelsum og refsingum er Ísland afar áhugaverður staður til að heimsækja af því að fangelsin eru svo frábrugðin því sem ég þekki á Bretlandi,“ segir Francis Pakes, prófessor í afbrotafræði við háskólann í Portsmouth á Englandi. Pakes er hollenskur en hefur verið búsettur í Bretlandi síðustu 25 ár. Fangelsi, refsingar og strokufangar eru hans sérsvið innan afbrotafræðinnar. 

Pakes hefur rannsakað fangelsi á Íslandi um nokkurra ára skeið. Fyrir fimm árum sat hann inni, sjálfviljugur, í tveimur fangelsum, Sogni og Kvíabryggju, viku í senn, og ræddi við fanga og fangaverði. Hann kom aftur til Íslands í sumar en lét nægja í þetta sinn að heimsækja fangelsin. „Það er frábært að koma hingað aftur og endurnýja þekkinguna, eignast nýja vini og hitta gamla, og finna nýjar leiðir til að rannsaka réttarkerfið á Íslandi,“ segir Pakes í samtali við kollega sinn, Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor í …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár