Fyrir einu og hálfi ári síðan stofnaði Elí Hörpu Önundarbur íþróttahóp fyrir trans fólk. Blaðakona Heimildarinnar fékk að mæta á æfingu með hópnum í íþróttahúsi Háskóla Íslands þann 18. desember síðastliðinn.
Þátttakendur mættu stundvíslega klukkan 19.00 og tíndust inn í salinn. Andrúmsloftið var afslappað, þægilegt og hvetjandi. Hópurinn myndaði hring með æfingadýnum og byrjaði upphitun undir leiðsögn Elí. Hán stundar sjálft alls konar hreyfingu en fann að sig langaði einnig að verja tíma sínum í að gefa til baka í hinsegin samfélagið.
„Mér fannst ég vera að eyða of litlum tíma í að byggja upp samfélag, sérstaklega í kringum hinseginleika og trans málefni. Þá hugsaði ég: Já, af hverju geri ég ekki íþróttahóp fyrir trans fólk, það er örugglega gaman. Svo bara byrjaði ég og talaði við Q-félagið, sem er félag hinsegin stúdenta, og Trans Ísland og fékk þau með mér í að auglýsa.“
Tímarnir hafa farið fram í íþróttahúsi …
Athugasemdir