Þau eru þrautseig, streituþolin og skörungar upp til hópa. Telja sig búa yfir getu og sjálfsöryggi til að láta í ljós skoðanir sínar og halda ró sinni undir álagi. Samkennd er hins vegar ekki þeirra sterkasta hlið og minna fer fyrir forvitni en hjá jafnöldrum víða annars staðar í heiminum.
Fimmtán ára íslenskum nemendum líður flestum vel í skólanum, eru almennt ánægðir með kennarana sína og kennsluna. En þrátt fyrir það og að hafa verið í formlegu grunnskólanámi í tíu ár og í leikskóla að auki, hefur þekkingu þeirra og færni í grundvallarfögum farið hratt aftur. Færri þeirra búa yfir yfirburðahæfni. Það er eitt. Færri búa líka yfir grunnhæfni. Það er annað.
Sláandi niðurstöður PISA-könnunarinnar, sem lögð var fyrir tíundu bekkinga á síðasta ári, hefur vakið ugg margra og óteljandi spurningar flestra. Hvernig má það vera að unglingar, aldir upp af yfirlýstri bókaþjóð á undraverðri eyju elds og ísa, séu …
Athugasemdir