Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrum húsnæði áfangaheimilsins Betra Líf auglýst til sölu

Ný­lega birt­ist aug­lýs­ing þar sem aug­lýst er til sölu hús­næði sem hýsti áð­ur fyrr áfanga­heim­il­ið Betra Líf, sem fór illa í elds­voða fyrr á þessu ári. Fimm voru flutt­ir á slysa­deild í kjöl­far brun­ans. Í aug­lýs­ing­unni kem­ur fram að bruna­varn­ir séu í góðu ástandi og að 33 her­bergi hús­næð­is­ins séu kjör­inn til út­leigu.

Fyrrum húsnæði áfangaheimilsins Betra Líf auglýst til sölu
Herbergi í Vatnagörðum 18 Áfangaheimilið Betra Líf leigði herbergi í Vatnagörðum út til flóttamanna og einstaklinga í fíkniefnaneyslu Mynd: Heiða Helgadóttir

Húsnæði sem áður hýsti áfangaheimilið Betra Líf, sem brann 17. febrúar á þessu ári með þeim afleiðingum að fimm voru fluttir á slysadeild, hefur verið auglýst til sölu. Fasteignasalan Miklaborg birti nýlega auglýsingu þar sem auglýst er til sölu fasteign sem nær yfir alla efri hæð Vatnagarða 16-18. 

Heimildin fékk þetta staðfest eftir að hafa sett sig í samband við Þórhall Biering, fasteignasala frá Mikluborg sem auglýsti eignina. Í samtalinu tók hann fram að aðeins hafi kviknað í einu herbergi húsnæðisins og eldurinn hafi ekki breiðst út í önnur herbergi á hæðinni. Þá sagði hann að búið væri að ráðast í miklar endurbætur á húsinu og brunavarnir væru í góðu lagi. Að hans sögn er húsið núna sannkallað „sómahús.“

Í lýsingunni á húsnæðinu kemur fram að um sé að ræða skrifstofuhúsnæði sem innréttað hefur verið sem íbúðarhúsnæði. Þar kemur einnig fram að húsið hafi verið mikið endurbætt og tekið út af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eignin er sögð henta vel fyrir herbergja útleigu. Þá er tekið sérstaklega fram að verkfræðistofan Mannvit hafi hannað brunavarnir hússins.

Sem fyrr segir var áfangaheimilið Betra Líf rekið í hluta húsnæðisins, nánar til tekið í Vatnagörðum 18. 27 einstaklingar höfðu búsetu í húsnæðinu þegar eld bar að garði, íbúarnir sem þar höfðu búið einstaklingar sem glímdu við fíknivanda, en húsnæðið var einnig nýtt til þess hýsa sex flóttamenn sem deildu þremur tveggja manna herbergjum. Hvert herbergi var á þeim tíma leigt út fyrir 280 þúsund krónur á mánuði.

Heimildin setti sig í samband við Arnar G. Hjálmtýsson, eiganda Betra Lífs, og spurði hann út í hvað komi til þess að hann hafi ákveðið að selja húsnæðið. „Ég er bara gá að því hvort einhver vilji kaupa, eða leigja þetta reyndar líka til leigu“

Þá segir hann að vegna ákvörðunar borgarinnar um að fella niður styrki til áfangaheimila sem tók gildi 1. apríl 2023, sé rekstrargrundvöllur áfangaheimila brostinn og „fólkið verður bara að hýrast úti í frostinu í vetur. Það eru yfir 400 manns, íslendingar það er, sem eru húsnæðislausir á höfuðborgarsvæðinu“

„fólkið verður bara að hýrast úti í frostinu í vetur.“

Málið rataði á borð slökkviliðsins áður en kviknaði í

Viku fyrir brunann hafði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gert úttekt á húsnæðinu og gert athugasemdir við brunavarnir þess. Í frétt Heimildarinnar sem birt var í febrúar var greint frá því að endanleg niðurstaða hafi ekki verið komin í málið og slökkviliðið hafi ekki haft samband við eiganda vegna mögulegra aðgerða áður en kviknaði í. 

Í frétt Morgunblaðsins sem birt var 16. júní var greint frá því að nágrannar áfangaheimilisins, hefðu ráðið lögmenn til þess að gæta hagsmuna sinna með að vekja athygli á framkvæmdum og breytingum sem sem fram fóru í húsnæðinu í leyfisleysi.

Þá fjölluðu blaðamenn Stundarinnar, nú Heimildarinnar, ítarlega um áfangaheimilið Betra Líf og aðbúnað þeirra sem bjuggu í húsnæði félagsins í Fannborg 4 í Kópavogi í umfjöllun sem birtist í mars 2022.

Í saman mánuði var efri hæð húsnæðisins lokað vegna þess að það uppfyllti ekki kröfur slökkviliðsins um brunavarnir. Nokkrum vikum síðar var áfangaheimilinu í Fannborg endanlega lokað eftir að húsaleigusamningi við rekstraraðila Betra lífs var rift. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár