Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fyrrum húsnæði áfangaheimilsins Betra Líf auglýst til sölu

Ný­lega birt­ist aug­lýs­ing þar sem aug­lýst er til sölu hús­næði sem hýsti áð­ur fyrr áfanga­heim­il­ið Betra Líf, sem fór illa í elds­voða fyrr á þessu ári. Fimm voru flutt­ir á slysa­deild í kjöl­far brun­ans. Í aug­lýs­ing­unni kem­ur fram að bruna­varn­ir séu í góðu ástandi og að 33 her­bergi hús­næð­is­ins séu kjör­inn til út­leigu.

Fyrrum húsnæði áfangaheimilsins Betra Líf auglýst til sölu
Herbergi í Vatnagörðum 18 Áfangaheimilið Betra Líf leigði herbergi í Vatnagörðum út til flóttamanna og einstaklinga í fíkniefnaneyslu Mynd: Heiða Helgadóttir

Húsnæði sem áður hýsti áfangaheimilið Betra Líf, sem brann 17. febrúar á þessu ári með þeim afleiðingum að fimm voru fluttir á slysadeild, hefur verið auglýst til sölu. Fasteignasalan Miklaborg birti nýlega auglýsingu þar sem auglýst er til sölu fasteign sem nær yfir alla efri hæð Vatnagarða 16-18. 

Heimildin fékk þetta staðfest eftir að hafa sett sig í samband við Þórhall Biering, fasteignasala frá Mikluborg sem auglýsti eignina. Í samtalinu tók hann fram að aðeins hafi kviknað í einu herbergi húsnæðisins og eldurinn hafi ekki breiðst út í önnur herbergi á hæðinni. Þá sagði hann að búið væri að ráðast í miklar endurbætur á húsinu og brunavarnir væru í góðu lagi. Að hans sögn er húsið núna sannkallað „sómahús.“

Í lýsingunni á húsnæðinu kemur fram að um sé að ræða skrifstofuhúsnæði sem innréttað hefur verið sem íbúðarhúsnæði. Þar kemur einnig fram að húsið hafi verið mikið endurbætt og tekið út af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eignin er sögð henta vel fyrir herbergja útleigu. Þá er tekið sérstaklega fram að verkfræðistofan Mannvit hafi hannað brunavarnir hússins.

Sem fyrr segir var áfangaheimilið Betra Líf rekið í hluta húsnæðisins, nánar til tekið í Vatnagörðum 18. 27 einstaklingar höfðu búsetu í húsnæðinu þegar eld bar að garði, íbúarnir sem þar höfðu búið einstaklingar sem glímdu við fíknivanda, en húsnæðið var einnig nýtt til þess hýsa sex flóttamenn sem deildu þremur tveggja manna herbergjum. Hvert herbergi var á þeim tíma leigt út fyrir 280 þúsund krónur á mánuði.

Heimildin setti sig í samband við Arnar G. Hjálmtýsson, eiganda Betra Lífs, og spurði hann út í hvað komi til þess að hann hafi ákveðið að selja húsnæðið. „Ég er bara gá að því hvort einhver vilji kaupa, eða leigja þetta reyndar líka til leigu“

Þá segir hann að vegna ákvörðunar borgarinnar um að fella niður styrki til áfangaheimila sem tók gildi 1. apríl 2023, sé rekstrargrundvöllur áfangaheimila brostinn og „fólkið verður bara að hýrast úti í frostinu í vetur. Það eru yfir 400 manns, íslendingar það er, sem eru húsnæðislausir á höfuðborgarsvæðinu“

„fólkið verður bara að hýrast úti í frostinu í vetur.“

Málið rataði á borð slökkviliðsins áður en kviknaði í

Viku fyrir brunann hafði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gert úttekt á húsnæðinu og gert athugasemdir við brunavarnir þess. Í frétt Heimildarinnar sem birt var í febrúar var greint frá því að endanleg niðurstaða hafi ekki verið komin í málið og slökkviliðið hafi ekki haft samband við eiganda vegna mögulegra aðgerða áður en kviknaði í. 

Í frétt Morgunblaðsins sem birt var 16. júní var greint frá því að nágrannar áfangaheimilisins, hefðu ráðið lögmenn til þess að gæta hagsmuna sinna með að vekja athygli á framkvæmdum og breytingum sem sem fram fóru í húsnæðinu í leyfisleysi.

Þá fjölluðu blaðamenn Stundarinnar, nú Heimildarinnar, ítarlega um áfangaheimilið Betra Líf og aðbúnað þeirra sem bjuggu í húsnæði félagsins í Fannborg 4 í Kópavogi í umfjöllun sem birtist í mars 2022.

Í saman mánuði var efri hæð húsnæðisins lokað vegna þess að það uppfyllti ekki kröfur slökkviliðsins um brunavarnir. Nokkrum vikum síðar var áfangaheimilinu í Fannborg endanlega lokað eftir að húsaleigusamningi við rekstraraðila Betra lífs var rift. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár