Þegar ég heyrði fréttirnar um hryðjuverkaárásir Hamas í Ísrael 7. október síðastliðinn þyrmdi yfir mig. Ég fann fyrir svipuðum óhugnaði og vanmætti og þegar heimsbyggðin fylgdist með fréttum af hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Ég get ekki ímyndað mér hvernig óbreyttum borgurum á svæðinu hefur liðið miðað við mín eigin lamandi viðbrögð. Og ef tekið er mið af ónotakenndinni sem sækir á mig þegar jarðskjálftar ganga yfir höfuðborgarsvæðið, þá get ég, sem betur fer, alls ekki gert mér í hugarlund hvernig það er að búa við stöðuga hryðjuverkaógn. Svo ekki sé minnst á skelfinguna sem hlýtur að grípa um sig meðal óbreyttra borgara þegar búast má við hefndaraðgerðum frá einum sterkasta herafla heims.
Þrátt fyrir það að …
Athugasemdir