Skólaslit 2 er framhald bókarinnar Skólaslit eftir Ævar Þór Benediktsson. Ég las fyrstu bókina og hún var hræðileg. Skemmtilega hræðileg. Ég elska hryllingsbækur og hryllingssögur og ég elskaði þessa bók.
Skólaslit 2 er ekki alveg eins góð. Myndirnar í henni voru mjög flottar og soldið raunverulegar. Persónurnar í henni voru líka flottar. En hún var ekki jafn spennandi og fyrsta bókin.
Fyrsta bókin gerist mest í skólanum hjá krökkunum en önnur bókin er mikið á flakki og út um allt og ég vissi ekki alltaf alveg hvar persónurnar voru. Mér fannst samt mjög gaman að lesa hana. Mjög! Ég vakti sko fram á nótt við að lesa hana. Ég myndi vilja kynnast öllum persónunum í alvörunni, nema kannski Meistaranum.
„Ég vil endilega að Ævar Þór skrifi fleiri Skólaslit bækur, sko milljón ef hann getur!“
Ég held að þessi bók gæti orðið góð bíómynd, en það væri erfitt að gera það. Hún er soldið fyndin. Soldið viðbjóðsleg og ég mæli með því að allir krakkar lesi þessa bók! Og ég vil endilega að Ævar Þór skrifi fleiri Skólaslit bækur, sko milljón ef hann getur!
Athugasemdir