Fyrstu sex æviárin ólst Jódís Skúladóttir upp við Heklurætur og á óljósar minningar af því þegar fjallið opnaðist árið 1980 og spúði eldi í þrjá daga. Hálfu ári síðar stóð gosið yfir í viku. Því fylgdu miklar drunur og dynkir, hraunstraumar runnu niður hlíðar fjallsins, eitraðar lofttegundir söfnuðust saman í lægðum og lautum og tjón varð á afréttum. Jódís var bara fjögurra ára gamalt barn sem skildi illa hvað væri að gerast og man lítið eftir því.
Frumkrafturinn í umhverfinu og óviðráðanleg öfl sem tóku allt vald á aðstæðum endurspegluðust hins vegar í heimilishaldinu, þar sem hart var glímt við annars konar krafta. Hún ólst ekki aðeins upp með ógæfumönnum, heldur var hún enn barn að aldri þegar hún missti systur sína af völdum alkóhólisma, faðir hennar féll í fang Bakkusar og sjálf þurfti hún að leita sér meðferðar. Hún lýsir því hvernig var að vera barn í þessum aðstæðum, …
Athugasemdir (5)