Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigraðist á ofbeldi og áföllum og settist á þing

Jó­dís Skúla­dótt­ir al­þing­is­kona ólst upp með ógæfu­fólki, missti syst­ur úr alkó­hól­isma og horfði upp á hnign­un föð­ur­ins. Hún grét í kodd­ann og missti rödd­ina, hafði ekki hug­rekki til að við­ur­kenna að hún sem var sjálf bara barn var með barni.

Fyrstu sex æviárin ólst Jódís Skúladóttir upp við Heklurætur og á óljósar minningar af því þegar fjallið opnaðist árið 1980 og spúði eldi í þrjá daga. Hálfu ári síðar stóð gosið yfir í viku. Því fylgdu miklar drunur og dynkir, hraunstraumar runnu niður hlíðar fjallsins, eitraðar lofttegundir söfnuðust saman í lægðum og lautum og tjón varð á afréttum. Jódís var bara fjögurra ára gamalt barn sem skildi illa hvað væri að gerast og man lítið eftir því. 

Frumkrafturinn í umhverfinu og óviðráðanleg öfl sem tóku allt vald á aðstæðum endurspegluðust hins vegar í heimilishaldinu, þar sem hart var glímt við annars konar krafta. Hún ólst ekki aðeins upp með ógæfumönnum, heldur var hún enn barn að aldri þegar hún missti systur sína af völdum alkóhólisma, faðir hennar féll í fang Bakkusar og sjálf þurfti hún að leita sér meðferðar. Hún lýsir því hvernig var að vera barn í þessum aðstæðum, …

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Svo mögnuð hún Jódís
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Flott kona!
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    mér hefur alltaf líkað vel við Jódísi :)
    1
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Frábær opinberun og upprisa
    1
  • Hildigunnur Svínafell skrifaði
    Gott hjá þér.elsku Jódís,,Gott /Frábært að losa um..Það sem liggur manni á hjarta...Gangi þér VEL í því sem þú ert að gera ,,núna..sem og alltaf....Trúin flytur fjöll..Kv.. Hildigunnur
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár