Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virðing fyrir lesandanum óháð aldri

Rán Flygenring hlaut barna- og ung­linga­bóka­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs fyr­ir mynda­bók­ina Eld­gos. Hún seg­ir það „brjál­æð­is­lega gam­an“ að hafa hlot­ið svona stór og virt verð­laun en það hafi sömu­leið­is kom­ið henni dá­lít­ið á óvart. Rán er marg­verð­laun­að­ur höf­und­ur og teikn­ari.

Virðing fyrir lesandanum óháð aldri
Sjónrænn sprengikraftur Í rökstuðningi dómnefndar barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs segir að myndabók Ránar Flygenring sé full af sjónrænum sprengikrafti um áhrifin sem villt og óhamin náttúra hefur á fólk. Mynd: Magnus Fröderberg, norden.org

„Mér fannst þetta mjög óvænt því ég upplifi bókina mína sem svo brjálaða, villta, gróteska og fyndna,“ segir Rán Flygenring margverðlaunaður teiknari og höfundur um að hafa hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og bætir við: „Það er geggjað mikill heiður að fá þessi verðlaun. Þetta er alveg brjálæðislega gaman. Ég svíf um á bleiku skýi.“ 

Bókin sem hún vísar í sem villta, brjálaða og gróteska heitir Eldgos og er myndabók sem kom út í fyrra hjá Angústúru forlagi. Hún segir að orðið „gróteskt“ lýsi tilfinningunni sem hún upplifir þegar hún sjálf opnar bókina. „Hún er gróf og villt og það er svo mikið í gangi og teikningarnar eru svolítið úti um allt. Þannig hugsa ég um gróteskt,“ segir hún og hikar um stund. 

„Svo skil ég núna að gróteskt og villt passar bara mjög vel við eldgos. Það er einhver sprengikraftur og ekkert sem heldur aftur af honum. Þetta er …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár