Í forsíðuviðtali þessa tölublaðs ræðir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, stofnandi Krakkaveldis, sem eru samtök krakka sem vilja breyta valdasambandinu milli krakka og fullorðinna, við Arndísi Þórarinsdóttur rithöfund um barnabókmenntir en Arndís var nýlega tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Áður hefur Arndís sagt að umfjöllun um barnabókmenntir væri „lýðheilsumál“. Foreldrar legðu sig fram við að vita hvort það væri „iðnaðarsalt í stoðmjólkinni“, „púslmotturnar væru krabbameinsvaldandi“ og hvort tölvuleikir væru „ofbeldisfullir eða uppbyggjandi“. Þess vegna væri umræða um barnabækur svo mikilvæg, þau væru „mótandi verk“ sem börnin lesa en „fullorðnu kannski ekki“. Þess vegna skildi hún ekki hversu lítið væri fjallað um þær faglega.
Í samtali við Salvöru, eða Sölku eins og hún er kölluð, segir Arndís að í barnabókaskrifum felist innbyggð þverstæða. Barnabókahöfundar séu alltaf að skrifa um sína eigin æsku en heimurinn hafi breyst síðan þau voru börn, þeir væru óhjákvæmilega „einni kynslóð á eftir sér“ eða „í eltingarleik við …
Athugasemdir