Breytingaskeiðið minnir að því leyti á kynþroskann að umbreytingar líkamans geta kollvarpað vitundinni.
Kvíði læðist að konu, stundum svo ágengur að hann minnir á sængurkvennagrát. Óróinn yfirtekur hugsanir og gerir þannig veruleikann annan en hann var. Það rökkvar í huga annars bjartsýnnar manneskju.
Allt í einu er konan hætt að geta sofnað á kvöldin, hún byltir sér andvaka, í hitakófi sem er eins og búið sé að staðsetja sánubað inni í líkamanum. Hún stressast ekki bara út af þráhyggjukendum hugsunum knúnum áfram af kvíða, heldur líka þreytuverkjum í vöðvunum sem fá hana til að halda að hún sé komin með gigt. Þegar verst lætur líður henni eins og hún sé orðin 87 ára nema hún er ekki á öldrunarheimili að hvíla lúin bein. Þvert á móti bíða hennar krefjandi verkefni morgudagsins og tilhugsunin um þau kyndir enn frekar undir kvíðanum.
Heilaþoka og gleymska
Þegar konan vaknar á undan vekjaraklukkunni, jafnvel …
Athugasemdir