Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er ég orðin geðveik?

Kon­ur vilja stund­um ekki kann­ast við að vera með ein­kenni breyt­inga­skeiðs­ins. Sum­ar þjást í ein­rúmi og halda jafn­vel að þær séu að missa vit­ið. Hér er rýnt í ein­kenn­in og jafn­framt rætt við tvo sér­fræð­inga; Stein­unni Krist­björgu Zoph­on­ías­dótt­ur ljós­móð­ur sem er sér­hæfð í breyt­inga­skeið­inu og líka Unni Önnu Valdi­mars­dótt­ur, að­al­rann­sak­anda lang­tím­a­rann­sókn­ar­inn­ar Áfalla­saga kvenna. Get­ur ver­ið að kon­ur með áfalla­sögu séu ber­skjald­aðri á breyt­inga­skeið­inu?

Er ég orðin geðveik?

Breytingaskeiðið minnir að því leyti á kynþroskann að umbreytingar líkamans geta kollvarpað vitundinni.

Kvíði læðist að konu, stundum svo ágengur að hann minnir á sængurkvennagrát. Óróinn yfirtekur hugsanir og gerir þannig veruleikann annan en hann var. Það rökkvar í huga annars bjartsýnnar manneskju.  

Allt í einu er konan hætt að geta sofnað á kvöldin, hún byltir sér andvaka, í hitakófi sem er eins og búið sé að staðsetja sánubað inni í líkamanum. Hún stressast ekki bara út af þráhyggjukendum hugsunum knúnum áfram af kvíða, heldur líka þreytuverkjum í vöðvunum sem fá hana til að halda að hún sé komin með gigt. Þegar verst lætur líður henni eins og hún sé orðin 87 ára nema hún er ekki á öldrunarheimili að hvíla lúin bein. Þvert á móti bíða hennar krefjandi verkefni morgudagsins og tilhugsunin um þau kyndir enn frekar undir kvíðanum.

Heilaþoka og gleymska

Þegar konan vaknar á undan vekjaraklukkunni, jafnvel …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár