Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Testósterón, adrenalín og viskí

Það er aug­ljóst að Skúli Sig­urðs­son, höf­und­ur Manns­ins frá Sao Pau­lo, nýt­ur þess að skrifa og það skil­ar sér til les­and­ans. Mein­ið er bara að sag­an er allt, allt of löng og spennu­stig­ið er svo lágt að það er nán­ast und­ir frost­marki.

Testósterón, adrenalín og viskí
Höfundurinn Skúli Sigurðsson Mynd: Edda Karítas Baldursdóttir
Bók

Mað­ur­inn frá São Pau­lo

Höfundur Skúli Sigurðsson
Drápa
432 blaðsíður
Niðurstaða:

Maðurinn frá Sao Paulo er ágætlega stíluð saga þar sem sögulegum staðreyndum er fimlega fléttað saman við skáldskap. Sagan er þó æði langdregin og spennustig undir frostmarki.

Gefðu umsögn

Morð er framið í Reykjavík árið 1977. Leigubílstjóri er skotinn í hnakkann og aðstæður á vettvangi eru þannig að talað er um aftöku. Lögreglumaðurinn Héðinn Vernharðsson er ungur og blautur á bakvið eyrun, en byrjar að rannsaka málið. 

Páll Ósvaldsson, hinn myrti bílstjóri, reynist hafa verið nasisti sem átti ansi myrka fortíð. Hann var útsendari Gestapo í Danmörku á stríðsárunum, njósnaði um andspyrnumenn og sveik marga í fangelsi og jafnvel útrýmingarbúðir. Þegar leigjandi Páls heitins, Þjóðverjinn Karl Günther Schmidt, er svo numinn á brott kemur fljótlega í ljós að Héðinn og félagar hans hjá rannsóknarlögreglunni eiga í höggi við harðsvíraða nasistaveiðara sem einskis svífast.

Sagan gerist að mestu í Reykjavík 1977 en nokkuð ört er svissað á milli tímaskeiða. Hún hefst í Rostov í Úkraínu 1942, þegar herdeildarlæknirinn Josef Mengele bjargar lífi tveggja manna, og berst til Suður-Ameríku eftir stríðið, þegar nefndur Mengele fer þar huldu höfði og landi hans Karl Günther Schmidt – sá sem hann bjargaði í Rostov – er þar einnig staddur áður en hann fær aðstoð Páls Ósvaldssonar til þess að komast til Íslands. 

Maðurinn frá Sao Paulo sver sig í ætt njósnarasagna af gamla skólanum. Árið 1977 er heldur ekki hlaupið með DNA-sýni inn á rannsóknarstofur í tíma og ótíma. Ónei. Sakamálarannsókn Héðins og félaga tekur stökk fram á við þegar sígarettustubbur af ákveðinni tegund (sem finnst á morðvettvangi) er borinn saman við sígarettupakka sem finnst á öðrum stað. Gömul ljósmynd sem rifin er á einu horninu og bréfmiði með heimilisfangi eru enn fremur mikilvæg sönnunargögn.

Gömlu njósnarasögurnar og amerísku reyfararnir höfðu yfirleitt sterka karlhetju í forgrunni, svala og klára Bond-týpu. Lesendur fá ekkert að vita um einkalíf Héðins Vernharðssonar. Vitneskjan er bundin við starf hans, hann er rannsóknarfulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, óöruggur með sig lengi framan af, en reynist síðan þrautgóður á raunastund, alveg ólseigur töffari sem reykir mikið og bölvar og býður öllum heiminum birginn. Það er ansi lýsandi fyrir þessa týpu að eftir mikil átök tekur hann eftir „dauni eigin svita“ og finnur þar „blöndu af testósteróni og adrenalíni og kannski viskíi“. (bls. 400). 

Maðurinn frá Sao Paulo er ekki saga sem byggir á flókinni fléttu eða mjög óvæntri lausn. Lausnin liggur nánast fyrir snemma í sögunni og eftir það kemur fátt á óvart. Það er mikið talað, mikið reykt og mikið drukkið af áfengi – eins og lög gera ráð fyrir í þessari tegund bókmennta. Þegar leikar æsast og byssubardögum, slagsmálum, pyntingum og bílaeltingaleikjum er lýst er höfundur í essinu sínu og þá kemur  kaldhamraður og skemmtilegur húmor í ljós. Líkingar eru sumar hverjar ansi hreint frumlegar: „Njáll hljómaði eins og svefndrukkin rolla sem horfir í bílljós“. (bls. 258)  „Héðinn dró ósjálfrátt andann af öllum kröftum og gaf frá sér hljóð eins og mökunarkall elgs“. (bls 334) „Kaffið þótti honum undarlegt, það var dálítið eins og að drekka blómabeð“. (bls 363) 

Það er augljóst að Skúli Sigurðsson, höfundur Mannsins frá Sao Paulo, nýtur þess að skrifa og það skilar sér til lesandans. Hann er ágætur stílisti og hefur hæfileika til þess að setja sig inn í tungutak fortíðar – og honum tekst vel að miðla atriðum sem eru sagnfræðilega rétt og flétta þau saman við skáldskap. 

Meinið er bara að sagan er allt, allt of löng og spennustigið er svo lágt að það er nánast undir frostmarki. Á löngum köflum er hreinlega erfitt að halda sig við lesturinn og kannski mætti segja að ritgleði höfundar beri söguna ofurliði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
6
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
7
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
8
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
9
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
2
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
4
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Ég var bara niðurlægð“
6
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár