Testósterón, adrenalín og viskí

Það er aug­ljóst að Skúli Sig­urðs­son, höf­und­ur Manns­ins frá Sao Pau­lo, nýt­ur þess að skrifa og það skil­ar sér til les­and­ans. Mein­ið er bara að sag­an er allt, allt of löng og spennu­stig­ið er svo lágt að það er nán­ast und­ir frost­marki.

Testósterón, adrenalín og viskí
Höfundurinn Skúli Sigurðsson Mynd: Edda Karítas Baldursdóttir
Bók

Mað­ur­inn frá São Pau­lo

Höfundur Skúli Sigurðsson
Drápa
432 blaðsíður
Niðurstaða:

Maðurinn frá Sao Paulo er ágætlega stíluð saga þar sem sögulegum staðreyndum er fimlega fléttað saman við skáldskap. Sagan er þó æði langdregin og spennustig undir frostmarki.

Gefðu umsögn

Morð er framið í Reykjavík árið 1977. Leigubílstjóri er skotinn í hnakkann og aðstæður á vettvangi eru þannig að talað er um aftöku. Lögreglumaðurinn Héðinn Vernharðsson er ungur og blautur á bakvið eyrun, en byrjar að rannsaka málið. 

Páll Ósvaldsson, hinn myrti bílstjóri, reynist hafa verið nasisti sem átti ansi myrka fortíð. Hann var útsendari Gestapo í Danmörku á stríðsárunum, njósnaði um andspyrnumenn og sveik marga í fangelsi og jafnvel útrýmingarbúðir. Þegar leigjandi Páls heitins, Þjóðverjinn Karl Günther Schmidt, er svo numinn á brott kemur fljótlega í ljós að Héðinn og félagar hans hjá rannsóknarlögreglunni eiga í höggi við harðsvíraða nasistaveiðara sem einskis svífast.

Sagan gerist að mestu í Reykjavík 1977 en nokkuð ört er svissað á milli tímaskeiða. Hún hefst í Rostov í Úkraínu 1942, þegar herdeildarlæknirinn Josef Mengele bjargar lífi tveggja manna, og berst til Suður-Ameríku eftir stríðið, þegar nefndur Mengele fer þar huldu höfði og landi hans Karl Günther Schmidt – sá sem hann bjargaði í Rostov – er þar einnig staddur áður en hann fær aðstoð Páls Ósvaldssonar til þess að komast til Íslands. 

Maðurinn frá Sao Paulo sver sig í ætt njósnarasagna af gamla skólanum. Árið 1977 er heldur ekki hlaupið með DNA-sýni inn á rannsóknarstofur í tíma og ótíma. Ónei. Sakamálarannsókn Héðins og félaga tekur stökk fram á við þegar sígarettustubbur af ákveðinni tegund (sem finnst á morðvettvangi) er borinn saman við sígarettupakka sem finnst á öðrum stað. Gömul ljósmynd sem rifin er á einu horninu og bréfmiði með heimilisfangi eru enn fremur mikilvæg sönnunargögn.

Gömlu njósnarasögurnar og amerísku reyfararnir höfðu yfirleitt sterka karlhetju í forgrunni, svala og klára Bond-týpu. Lesendur fá ekkert að vita um einkalíf Héðins Vernharðssonar. Vitneskjan er bundin við starf hans, hann er rannsóknarfulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, óöruggur með sig lengi framan af, en reynist síðan þrautgóður á raunastund, alveg ólseigur töffari sem reykir mikið og bölvar og býður öllum heiminum birginn. Það er ansi lýsandi fyrir þessa týpu að eftir mikil átök tekur hann eftir „dauni eigin svita“ og finnur þar „blöndu af testósteróni og adrenalíni og kannski viskíi“. (bls. 400). 

Maðurinn frá Sao Paulo er ekki saga sem byggir á flókinni fléttu eða mjög óvæntri lausn. Lausnin liggur nánast fyrir snemma í sögunni og eftir það kemur fátt á óvart. Það er mikið talað, mikið reykt og mikið drukkið af áfengi – eins og lög gera ráð fyrir í þessari tegund bókmennta. Þegar leikar æsast og byssubardögum, slagsmálum, pyntingum og bílaeltingaleikjum er lýst er höfundur í essinu sínu og þá kemur  kaldhamraður og skemmtilegur húmor í ljós. Líkingar eru sumar hverjar ansi hreint frumlegar: „Njáll hljómaði eins og svefndrukkin rolla sem horfir í bílljós“. (bls. 258)  „Héðinn dró ósjálfrátt andann af öllum kröftum og gaf frá sér hljóð eins og mökunarkall elgs“. (bls 334) „Kaffið þótti honum undarlegt, það var dálítið eins og að drekka blómabeð“. (bls 363) 

Það er augljóst að Skúli Sigurðsson, höfundur Mannsins frá Sao Paulo, nýtur þess að skrifa og það skilar sér til lesandans. Hann er ágætur stílisti og hefur hæfileika til þess að setja sig inn í tungutak fortíðar – og honum tekst vel að miðla atriðum sem eru sagnfræðilega rétt og flétta þau saman við skáldskap. 

Meinið er bara að sagan er allt, allt of löng og spennustigið er svo lágt að það er nánast undir frostmarki. Á löngum köflum er hreinlega erfitt að halda sig við lesturinn og kannski mætti segja að ritgleði höfundar beri söguna ofurliði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
5
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
7
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár