Að morgni föstudagsins 1. apríl árið 2005 gekk Auðun Georg Ólafsson inn í Útvarpshúsið í Efstaleiti. Hann var nýr fréttastjóri Útvarpsins og þetta var fyrsti dagur hans í starfi. Síðar sama dag sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki sjá sér fært að þiggja starfið.
Það sem gerðist í millitíðinni er flestum þeim sem voru í Útvarpshúsinu þennan dag enn í fersku minni. Atburðarás sem hafði stigmagnast dagana á undan náði hámarki.
Auðun Georg hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um það hvernig atburðarásin blasti við honum og hvaða áhrif málið hafði á líf hans lengi á eftir. Hann segir að sér líði vel í dag en að fréttastjóramálið sitji þó enn í sér. Nú eru rúm 18 ár síðan hann var ráðinn fréttastjóri. Hann ákvað stuttu síðar að taka ekki við starfinu og lét þau orð berast en kveðst þá hafa sætt hótunum valdamikilla manna. Auðun …
Ég held að það sé engin önnur ríkisstofnun þar sem starfsmenn finnst þeim eiga “stofnunina” og ráðningar blessaður af þeim. Ég stór efast um að fólkið í Byggðastofnun láti svona 🥸