Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífsgleðin jókst eftir streptókokka í heila

Jó­hann­es Hrefnu­son Karls­son er lífs­glað­ur að eðl­is­fari. Það kann að hljóma ein­kenni­lega, en eft­ir að hann fékk streptó­kokka­sýk­ingu í heil­ann jókst lífs­gleð­in enn frek­ar. Hann var í dái í níu daga eft­ir að hann gekkst und­ir að­gerð á heila. Hans helsta áskor­un í end­ur­hæf­ing­unni er mál­stol sem hann tekst á við af miklu æðru­leysi. Jói er fær blöðru­lista­mað­ur og finnst gam­an að gleðja aðra og horf­ir björt­um aug­um til fram­tíð­ar.

Jóhannes Hrefnuson Karlsson var fullur tilhlökkunar þegar hann lagði af stað til Washington D.C. um miðjan febrúar til að sækja ráðstefnu blöðrulistamanna, andlitsmálara og töframanna. Jóhannes, eða Jói eins og hann er gjarnan kallaður, er einn fremsti blöðrulistamaður á Íslandi og þetta var í þriðja sinn sem hann sótti ráðstefnuna. Eða það var planið. 

Jói, sem er nýorðinn 21 árs, hefur starfað hjá fyr­ir­tæk­inu Blaðrar­an­um um árabil, en Jói sótti námskeið hjá Daníel Hauks­syni, eiganda Blaðrarans, í blöðrudýragerð fyrir sex árum. Áhuginn á blöðrulist og öðrum sirkuslistum kviknaði þó fyrr hjá Jóa en þegar hann var í 7. bekk fór hann á sumarnámskeið í sirkuslistum. „Ég fór bara einn og fannst þetta mjög kúl,“ segir Jói. Í framhaldinu tókst honum að smita vini sína í Háteigsskóla af sirkusáhuganum og fóru þeir saman á námskeið þar sem þeir lærðu meðal annars að „juggla“, dansa á línu og ýmsa loftfimleika. Jói kynntist …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár