Jóhannes Hrefnuson Karlsson var fullur tilhlökkunar þegar hann lagði af stað til Washington D.C. um miðjan febrúar til að sækja ráðstefnu blöðrulistamanna, andlitsmálara og töframanna. Jóhannes, eða Jói eins og hann er gjarnan kallaður, er einn fremsti blöðrulistamaður á Íslandi og þetta var í þriðja sinn sem hann sótti ráðstefnuna. Eða það var planið.
Jói, sem er nýorðinn 21 árs, hefur starfað hjá fyrirtækinu Blaðraranum um árabil, en Jói sótti námskeið hjá Daníel Haukssyni, eiganda Blaðrarans, í blöðrudýragerð fyrir sex árum. Áhuginn á blöðrulist og öðrum sirkuslistum kviknaði þó fyrr hjá Jóa en þegar hann var í 7. bekk fór hann á sumarnámskeið í sirkuslistum. „Ég fór bara einn og fannst þetta mjög kúl,“ segir Jói. Í framhaldinu tókst honum að smita vini sína í Háteigsskóla af sirkusáhuganum og fóru þeir saman á námskeið þar sem þeir lærðu meðal annars að „juggla“, dansa á línu og ýmsa loftfimleika. Jói kynntist …
Athugasemdir (2)