Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mun væntanlega gera Kristjáni Loftssyni erfitt fyrir

Talskona Hvala­vina tel­ur að það muni gera eig­anda Hvals hf. erfitt fyr­ir að halda áfram sín­um veið­um ef Mat­væla­stofn­un held­ur áfram að grípa inn í veið­arn­ar þeg­ar stofn­un­in tel­ur Hval hf. brjóta gegn reglu­gerð um vel­ferð dýra.

Mun væntanlega gera Kristjáni Loftssyni erfitt fyrir
Skipin í baksýn „Ég er ánægð með að það sé allavega búið að stöðva aðra drápsmaskínuna þó að ég hefði viljað stöðva þær báðar,“ segir Valgerður. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mér finnst einkennilegt að þau hafi ekki bara stöðvað starfsemi Hvals hf. vegna þessara brota,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, um ákvörðun Matvælaeftirlitsins (MAST) um að stöðva veiðar á hvalveiðiskipinu Hval 8 í dag tímabundið. 

Ákvörðunin var tekin vegna alvarlegra brota sem MAST segir að hafi verið framin við veiðar Hvals 8 á langreyði. Enn má Hvalur 9, sem er gerður út af sama fyrirtæki og Hvalur 8 – Hval hf., fara á veiðar. 

„Ég er ánægð með að það sé allavega búið að stöðva aðra drápsmaskínuna þó að ég hefði viljað stöðva þær báðar,“ segir Valgerður.

29 mínútur liðu á milli fyrsta og annars skutuls sem veiðimenn á Hval 8 skutu í fyrstu langreyðina sem þeir drápu í ár. Það þýðir að það tók hana fleiri en 30 mínútur að deyja.

Fengu nýtt verkfæri með reglugerð Svandísar

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir að hertar reglur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kom á þegar hvalveiðibannið féll úr gildi í byrjun september hafi gefið MAST tækifæri til að bregðast við frávikinu sem varð við veiðarnar. 

„Við erum allavega með einhver verkfæri í höndunum sem við höfðum ekki áður,“ segir Hrönn. 

Valgerður telur sömuleiðis útlit fyrir að reglugerðin sé að gera gagn. 

„Ef þetta á að vera fordæmið þá væntanlega mun það gera Kristjáni Loftssyni [eiganda Hvals hf.] mjög erfitt fyrir að halda áfram sínum veiðum,“ segir Valgerður. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár