Landlækni berast reglulega fyrirspurnir um brjóstapúðaveiki og ASIA-heilkenni, veikindi sem hafa komið upp hjá konum með sílíkonpúða í brjóstum, en hvorugt hefur verið skilgreint sem sjúkdómur af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Landlæknir sendi stofnuninni fyrirspurn um slíka skilgreiningu í byrjun september.
Þó að veikindin hafi ekki verið skilgreind formlega sem sjúkdómur telur Alma Möller landlæknir að lýtalæknar ættu að upplýsa konur um það fyrir brjóstastækkun að veikindi séu mögulegur fylgifiskur púðanna.
„Þú náttúrlega upplýsir samkvæmt þeirri vitneskju sem fyrir liggur á hverjum tíma,“ segir Alma. „Nú eru vísbendingar um að brjóstapúðar kunni að valda sumum konum veikindum.“
Það er ekki bara skortur á greiningarskilmerkjum sem gerir kortlagningu brjóstapúðaveiki erfiða heldur einnig takmarkað aðgengi að starfsemisupplýsingum lýtalækna.
Þegar Alma tók við embætti í lok árs 2018 fékk hún í arf frá fyrirrennurum sínum um tíu ára gamlan ásteytingarstein. Steinninn lá á milli …
Athugasemdir