Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi

„Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.

Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
Áslaug Kristjánsdóttir Segir kynlíf samspil hugsana og snertingar. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ef þú ætlar að eiga möguleika á að stunda gott kynlíf þá þurfa hugur og líkami að vinna saman,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur, kynlífsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Síðastliðinn ágúst kom fyrsta bók Áslaugar út og ber hún titilinn Lífið er kynlíf. Áslaug segir bókina góða brúðkaupsgjöf enda sé það eins og að lesa handritið um hvernig hægt sé að eiga gott kynlíf áður en lagt sé af stað í ferðalagið sjálft. 

Áslaug hefur í nógu að snúast en hún sinnir skjólstæðingum í kynlífsráðgjöf og kennir áfanga við læknadeild Háskóla Íslands, sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og iðjuþjálfadeild Háskólans á Akureyri.

Lífið er kynlífFjallar um kynlíf og Áslaug segir það tilvalda brúðkaupsgjöf fyrir fólk sem er að hefja sambandstíð sína.

Kynfræðingurinn segir nemendur taka vel í námsefnið. „Þá þyrstir í þekkingu um kynheilbrigði okkar eða kynfræðina. Líklegast er þetta líka megnið ungt fólk sem er að byrja í samböndum. Auðvitað langar það að heyra í einhverjum sem kann það,“ segir Áslaug og brosir.

Fræði ekki gildismat

Frá unga aldri vissi Áslaug að hún ætlaði að verða kynfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún man ekki hvaðan löngunin til að fara þessa leið kom en segist alltaf hafa haft gaman af því að fylgjast með fólki. „Ég hef mikinn áhuga á fólki og þarna fékk ég að vita eitthvað sem aðrir fá ekki að vita.“ Áslaug byrjaði námsferil sinn í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands en hélt síðar til Ástralíu í kynfræðinám og svo Bretlands í kynlífsráðgjafarnám. 

Áslaug rifjar upp hvað henni fannst Bretar opnir fyrir kynlífi þegar hún fluttist þangað. „Ég segi við vin minn sem er kanadískur og býr í Bretlandi á þessum tíma: það kemur mér á óvart að Bretar séu bara svona rosalega opnir fyrir umræðunni um kynlíf. Hann horfir á mig og bara: bíddu hvaða Breta ert þú að tala við, Áslaug? Ertu að vísa í bekkjarsystkini þín sem eru að læra það sama og þú? Og ég alveg, já einmitt. Þetta er semsagt ekki almenningur, þú hefur eitthvað til þíns máls. Svona verður maður samdauna sínu umhverfi,“ segir Áslaug og hlær. 

Hún tekur fram að kynlífsráðgjöf hafi ekki neitt með hennar eigið gildismat að gera heldur byggi þekking hennar á fræðum. Aðspurð hvort eitthvað í fræðunum hafi verið öðruvísi en hún gerði ráð fyrir nefnir hún það hvernig kynlíf virkar. „Hvað þarf til þess að þú getir stundað kynlíf, hvað þarf til þess að kynlíf gangi upp í langtímasambandi? Ég held að það hafi örugglega komið mér verulega á óvart í upphafi.“

Fullnæging ekki nauðsynleg

Hvernig myndir þú útskýra kynlíf fyrir einhverjum sem veit ekki hvað það er? Út á hvað gengur kynlíf?

„Ég skrifaði einmitt í bókinni að kynlíf er hugsanir og snertingar,“ segir Áslaug. „Ef þú ætlar að eiga möguleika á að stunda gott kynlíf þá þurfa hugur og líkami að vinna saman.“ Áslaug segist nýta hjúkrunarfræðinámið sitt í þessu samhengi því að ekki sé nóg að horfa á einn líkamshluta í umræðunni um kynlíf. „Hjúkrunarfræðingar nota heildræna nálgun, við lítum á fólk sem heild en ekki hluta. Við erum alltaf að hugsa um allan líkamann og alla sálina sem er inni í líkamanum.“ 

Kynlífsráðgjafinn hefur áður sagt að ef hún væri læknir myndi hún skrifa upp á sjálfsfróunarseðla. Ástæðan er sú að kynlíf hefur róandi áhrif á taugakerfið. 

„Við framleiðum róandi og tengjandi taugaboðefni og hormón við að stunda kynlíf, hvort sem við fáum fullnægingu eða ekki,“ segir Áslaug sem tekur þó fram að fullnæging geti eflaust aukið áhrifin. „Þetta veldur því að svefninn verður betri og við eigum auðveldara með að fara í djúpsvefn.“ Hún bætir við að fleiri leiðir séu til að öðlast ró. „Ef maður hefur ekki áhuga á þessu þá getur maður líka gert öndunaræfingar til að róa hugann eða hugleitt. Ég er ekki að segja að kynlíf eða sjálfsfróun sé lausnin við öllum vanda heimsins, en þetta er í vopnabúrinu okkar. Við þurfum að kanna margar leiðir og það þurfa að vera krydd í tilverunni.“ 

„Ég er ekki að segja að kynlíf eða sjálfsfróun sé lausnin við öllum vanda heimsins, en þetta er í vopnabúrinu okkar“
Áslaug Kristjánsdóttir

„Frábært kynlíf getur verið án fullnæginga. Ég hugsa að fyrir flesta þá myndu þeir segja að kynlífið yrði betra ef maður fær fullnægingu, það eru fáir sem slá hendinni á móti því. En að fá ekki fullnægingu í einhverju tilteknu kynlífi ætti ekki að vera stórmál.“ 

Áslaug vísar í rannsókn sem hún fjallar um í bókinni. „Það voru gerðar rannsóknir yfir 15 ára tímabil þar sem eldra fólk og kynlífsráðgjafar voru spurð að því hvað þeim þætti frábært kynlíf.“ Niðurstöður sýndu meðal annars fram á mikilvægi þess að vera í góðum samskiptum og að geta sýnt samkennd. „Það voru aðallega svoleiðis þættir sem höfðu ekkert með athafnir að gera, heldur meira hugarástand og nálgun. Það sem gat síðan verið aukalega voru athafnir, fullnægingar og losti.“

Tvisvar á ári

Það að búa til barn með kynlífi getur kallað á skipulagsvinnu í kringum egglos til að hámarka líkur á árangri. Þá er kynlífið skipulagt fyrir fram og verður að gerast á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Áslaug aðskilur slíka athöfn frá kynlífi.

„Ég vil aðgreina þetta þannig að það hafi ekki skaðleg áhrif á kynlíf parsins til langs tíma því að það er það sem ég sé svo oft í vinnunni. Við köllum þetta bara sæðingar.“ Lokamarkmið sæðingar er ekki endilega að fá fullnægingu eða stunda ástríðufullt kynlíf, heldur að búa til barn. 

Kynlíf er hins vegar stærra og meira. Áslaug hefur tekið eftir því að fólk sem er að byrja sambönd leitar í auknum mæli til kynlífsráðgjafar til þess að læra að gera hlutina á góðan hátt strax frá byrjun. 

Hún mælir með því að fólk taki inn nýjungar í kynlíf tvisvar á ári. „Einn lærifaðir minn segir, þú verður að gera eitthvað nýtt tvisvar á ári. Sem sagt, á sex mánaða fresti verður fólk að gera eitthvað annað en blessuðu rútínuna. Það eru ekki meiri kröfur en það.“ Algengt er að fólk haldi að nýjungar þurfi að vera í hverri viku en tvær á hverju ári er nóg. „Fyrir suma eru nýjungar að stunda kynlíf í öðru herbergi en maður er vanur. Fyrir aðra er það að fara á kynlífsklúbb. Skalinn er stór og fólk verður að finna hvar það er á skalanum núna. Maður er ekki eins 25 ára, 35 ára, 45 ára. Guð minn góður, við hljótum að þroskast og breytast eitthvað, líka sem kynverur.“

Áslaug segir þau sem eru í parasambandi geta skipt árshelmingum á milli sín. „Ef maður er í parasambandi þar sem eru tveir aðilar þá má alveg segja: þú þarft að finna eitthvað eitt nýtt á þessum árshelmingi, og ég tek næsta árshelming.“

„Fyrir suma eru nýjungar að stunda kynlíf í öðru herbergi en maður er vanur. Fyrir aðra er það að fara á kynlífsklúbb.“
Áslaug Kristjánsdóttir

Áslaug segir markmið sitt með því að skrifa Lífið er kynlíf vera að hjálpa fólki að líða vel saman og vera í tengslum. „En það er ekki þannig að ef við gerum allt eins og bókin segir að þá verði engir hjónaskilnaðir á Íslandi. Það er ekki markmiðið mitt.“ 

Sjálfstraust í kynlífi

Yfir lífsskeiðið er óhjákvæmilegt að fólk gangi í gegnum ýmsar breytingar og tímabil. Aðspurð hvort gott sé að hafa það fyrir vana að stunda kynlíf einhvern ákveðinn fjölda í viku eða hvort það sé í lagi að fjöldi skipta fari eftir tímabilum, segir Áslaug það sveiflukennt. 

„Lífið er alltaf breytingum háð og það eru sveiflur, alveg eins og í öllu öðru.“ Sveiflurnar eiga þó að vera innan eðlilegra marka. „Að langa ekki að stunda kynlíf í hálft ár, en að vilja svo stunda mjög mikið kynlíf næsta hálfa árið er oft erfiðara. Þetta er bara eins og með verðbólguna, það er erfiðara þegar sveiflurnar eru stórar.“

„Þetta er bara eins og með verðbólguna, það er erfiðara þegar sveiflurnar eru stórar“
Áslaug Kristjánsdóttir

Áslaug segir sjálfsálit og traust hafa veruleg áhrif á kynlíf. Hún segir niðurstöður rannsókna á áhrifum sjálfstrausts sýna að fólk stundi kynlíf ekki sjaldnar. „Þú stundar ekki endilega minna kynlíf, en þú nýtur þess minna. Og í mínum bókum er það bara ekki í lagi. Af því að það þýðir ekkert annað en það að fólk er að láta sig hafa það. Ég myndi gjarnan vilja að fólk myndi ekki láta sig hafa kynlíf.“ 

Áslaug mælist þá frekar til þess að fólk staldri við og skoði hvað sé að. „Settu smá mildi inn í þetta. Gáðu hvort þú getir fundið leiðir til að langa að stunda kynlíf. Þær koma líklega ef þig langar að gera það, þá koma þær ef þú setur smá slaka inn í þetta. En þær koma ekki með því að láta sig hafa það. Ég hef aldrei heyrt neinn segja: já, þarna lét ég mig hafa það, hlakka til á morgun.“

Kynlíf er ekki grunnþörf og segir Áslaug þá hugsun að kynlíf sé eitthvað sem við verðum að gera skaðlega kynheilbrigði. „Það er skaðlegt að láta mann trúa því að kynlíf sé þörf. Þetta hefur ekkert með þarfir að gera, það þarf enginn að stunda kynlíf. En ef þú upplifir að þú þurfir að gera þetta, þá líklegast langar þig það ekki. Við virkum þannig að við viljum að einhver vilji okkur, ekki að einhver þurfi okkur.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
2
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
6
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
10
ViðtalFöst á Gaza

„Það er svo sjúkt að þetta snú­ist um pen­inga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
9
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
10
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár