Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tvær konur í möstrum á móti körlum með skutulsprengjur

El­issa Bijou hef­ur aldrei séð lif­andi lang­reyði. En hún hef­ur séð fjöl­marg­ar dauð­ar og seg­ir það mann­skemm­andi reynslu. Þeg­ar hún heyrði af því að leyfa ætti veið­ar á þeim að nýju hér á landi var hún ákveð­in í að gera eitt­hvað í mál­inu. Ör­fá­um dög­um seinna var hún stödd í mast­urstunnu ís­lensks hval­veiði­skips. Nokkr­um metr­um frá henni var kona sem hún hafði að­eins þekkt í tæpa þrjá sól­ar­hringa. Ana­hita Baba­ei. Þær ræða reynsl­una við Heim­ild­ina í ít­ar­legu mynd­bandsvið­tali.

„Ertu viss um að við séum að fara að gera þetta?“ spurði Anahita Babaei Elissu Bijou rétt áður en þær klifruðu upp í möstur hvalveiðiskipa við Reykjavíkurhöfn með það að markmiði að koma í veg fyrir að skip Kristjáns Loftssonar kæmust út á miðin. 

„Já,“ sagði Elissa. „Stóra hugmyndin“ sem hafði fæðst í samtali hvalveiðiandstæðinganna tveggja á mótmælum þremur dögum áður var að verða að veruleika. 

Þetta var á fimmta tímanum síðastliðinn mánudagsmorgun. 

Anahita var svöng og þyrst því hún hafði ákveðið að reyna að halda sig frá mat og drykk síðustu klukkustundirnar áður en upp var haldið til þess að geta haldið lengur í sér uppi í masturstunnunni sem myndi verða hennar samastaður næstu 33 klukkustundir. 

„Ef við getum bjargað einum hval verður þetta virði allrar áhættunnar“

Þegar hún klifraði upp hvítan stigann hugsaði hún því með hlýju til vatnsbrúsans í …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár